Jóhanna Jóhannesdóttir

ID: 6509
Fæðingarár : 1864
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1946

Jóhanna Soffía Jóhannesdóttir fæddist 16. ágúst, 1864 í Húnavatnssýslu. Dáin 10. nóvember, 1946 í Minnesota.

Maki: Þorvaldur Gunnarsson f. 30. desember, 1853 í Skagafjarðarsýslu, d. 12. desember, 1944 í Washington County í Minnesota. Gunnar J. Thorwald vestra.

Börn: 1. Jónína Amalía f. 1884 2. Margrét f. 1889 3. Sigrún f. 4. janúar, 1894 4. Soffía f. 1896 5. Matilda María f. 1898 6. Mínerva f. 1899, d. fárra ára? 7. Mínerva f. 6. desember, 1905.

Þorvaldur fór vestur til Winnipeg árið 1899 og Jóhanna ári síðar með fjórar dætur, Amalía og Sigrún fóru vestur árið 1901. Þau voru fyrst í Selkirk í Manitoba en fluttu þaðan til Stillwater í Minnesota. Þorvaldur vann við trésmíðar en síðustu ár sín við kornhlöðu.