ID: 19874
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1899
Fæðingarstaður : Manitoba

Ólöf Sigurbjörg Ísfeld Mynd VÍÆ I
Ólöf Sigurbjörg Ísfeld fæddist í Húsavík í Nýja Íslandi 23. desember, 1899.
Maki: 8. júní, 1923 Magnús Alexander Hermannsson f. í Selkirk, Manitoba 16. mars, 1901. Alex Hermanson vestra.
Barnlaus.
Ólöf var dóttir Ágústs Eiríkssonar Ísfeld og konu hans, Ólínu Sigurbjargar Óladóttur. Ólöf vann verslunarstörf í Winnipeg áður en hún giftist. Magnús var sonur Hermanns Guðmundssonar og Guðrúnar Snjólaugar Jónsdóttur er bjuggu á Winnipeg Beach í Manitoba. Þar ólst hann upp en flutti til Winnipeg árið 1916. Vann í fjöldamörg ár hjá Crescent Creamery Ltd þar í borg.
