John Y Bearnson

ID: 19877
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1899
Fæðingarstaður : Utah

John Young Bearnson Mynd VÍÆ I

Birdella Reynolds Mynd VÍÆ IV

John Young Bearnson fæddist í Scofield sýslu í Utah 22. febrúar, 1899.

Maki: 8. október, 1925 Birdella Reynolds f. í Utah 20. ágúst, 1900.

Börn: 1. William John f. í  Chicago 29. mars, 1935.

John var sonur Finnboga Björnssonar úr Rangárvallasýslu sem vestur flutti árið 1883 og settist að í Spanish Fork í Utah. John lauk miðskóla í Spanish Fork árið 1918 og B. Sc. prófi frá University of Utah í Salt Lake City árið 1925. Hann stundaði framhaldsnám við Northwestern University í Chicago í Illinois, vann síðan við bókhald og endurskoðun í Chicago. Árið 1941 hóf hann rekstur vefnaðarvöruverslunar í bænum Springville í Utah. Foreldrar Birdellu voru amerískir, ættuð frá Springville.