Ingibjörg Guðvarðardóttir

ID: 6528
Fæðingarár : 1864
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1949

Ingibjörg Guðvarðardóttir fæddist í Skagafjarðarsýslu 8. desember, 1864. Dáin í N. Dakota 4. nóvember, 1949.

Maki: 8. apríl, 1886 Bjarni Benediktsson f. í Húnavatnssýslu árið 1857. Dáinn 11. nóvember, 1933 í N. Dakota.

Börn: 1. Margrét f. 18. janúar, 1887, d. 15. mars, 1941 2. Ólafur Benedikt f. 23. júní, 1889, d. 6. apríl, 1901 3. Ingibjörg Hólmfríður f. 14. maí, 1890 4. Guðvarður Vilhjálmur f. 18. janúar, 1892, d. 15. mars, 1947 5. Bjarni Óskar f. 18. janúar, 1893, d. 24. september, 1893 6. Lilja Sigríður f. 20. apríl, 1894 7. Skúli Páll f. 26. janúar, 1896 8. Jóhanna Sigurrós f. 19. apríl, 1898 9. Óli Leó f. 16. janúar, 1904.

Bjarni fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 með foreldrum sínum og systkinum. Þau héldu áfram til Nýja Íslands. Þaðan flutti Bjarni í Thingvallabyggð í N. Dakota árið 1880. Ingibjörg fór vestur sama ár með móður sinni, Margréti Guðmundsdóttur.