Jón Jónsson

ID: 6535
Fæðingarár : 1848
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1929

Jón Jónsson Hillman Mynd SÍND

Katrín Sveinsdóttir Mynd SÍND

Jón Jónsson fæddist á Hóli í Skagafjarðarsýslu 10. apríl, 1848. Hillman vestra.

Maki: 1) 1879 í Marklandi í Nova Scotia Jóhanna Hafsteinsdóttir f. 1856 í Skagafjarðarsýslu d. 1884 í Pembina í N. Dakota. 2) 1892 Katrín Elísabet Sveinsdóttir f. 21. október, 1871 í N. Múlasýslu. Hún var dóttir Sveins Þorsteinssonar og Sigurbjargar Björnsdóttur.

Börn: Með Jóhönnu 1. Sigríður Anna. Misstu ungbarn. Með Elísabetu 1. Jón 2. Magnús 3. Elísabet. Elísabet átti son, Jón fyrir hjónaband.

Jón fór vestur til Ontario í Kanada árið 1874 með föður sínum og bróður. Þeir fóru þaðan austur í Markland í Nova Scotia þar sem þeir bjuggu til ársins 1882. Þá hafði Jón stofnað fjölskyldu sem flutti til Pembina í N. Dakota. Árið 1884 flutti Jón svo til Mountain í Thingvallabyggð og bjó þar.