Karen Oddsdóttir

ID: 1751
Fæðingarár : 1880
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla
Dánarár : 1943

Karen Jakobína Oddsdóttir fæddist 16. október, 1880 á Stað í Grindavík í Gullbringusýslu. Dáin 20. ágúst, 1943.

Maki: John O´Hara f. 2. febrúar, 1865, d. 28. nóvember, 1944.

Börn: 1. William f. 23. ágúst, 1901. 2. George Theodore f. í Duluth 29. janúar, 1904.

Karen var dóttir Séra Odds V Gíslasonar og Önnu Vilhjálmsdóttur sem vestur fóru til Manitoba árið 1894. Með þeim flutti Karen til Duluth þar sem hún kynntist manni sínum. Þau bjuggu í Duluth, Bellsite í Manitoba og loks í Alberta.