Valdheiður L Briem

ID: 19902
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1885
Fæðingarstaður : Nýja Ísland
Dánarár : 1966

Valdheiður Laura Briem Mynd VíÆ IV

Albert Edward Ford Mynd VÍÆ IV

Valdheiður Laura Briem fæddist í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi 20. janúar, 1885. Dáin í Nýja Íslandi 28. janúar, 1966. Oftast kölluð Val.

Maki: 1916 Albert Edward Ford f. 1887 í Toronto, Ontario, d. 22. janúar, 1957.

Barnlaus.

Albert var blaðamaður í Toronto og þar bjuggu þau þar til Albert lést. Valdheiður flutti þá til Winnipeg en síðustu árin sín bjó hún á Grund í Fljótsbyggð hjá Sigtryggi, bróður sínum og fjölskyldu hans.