
Hallfríður Magnúsdóttir Mynd VÍÆ III
Hallfríður Magnúsdóttir fæddist árið 1866 í Skagafjarðarsýslu. Dáin í Vancouver 15. mars, 1944.
Maki: 1890 Þórarinn Guðmundsson f. í Skagafjarðarsýslu árið 1870, d. í Alberta 9. maí, 1949.
Börn: 1. Lilja Þórfríður (Lillian Thorfrida) f. 24. apríl, 1900 2. Sigríður (Sadie) Florence f. 25. ágúst, 1891 3. Ása Jóhanna (Josie) e. 18. maí, 1893 4. Ingibjörg Sigurlaug f. 1. september, 1895, d. 4. júlí, 1951 5. Stefan Victor f. 25. mars, 1899, d. 11. september, 1937.
Hallfríður fór vestur til Kanada árið 1874 með fósturforeldrum sínum, Hafsteini Skúlasyni og Sigríði Þorbergsdóttur. Þau voru í Ontario fyrsta árið en fluttu svo austur til Nova Scotia og settust að í Marklandi. Upp úr 1880 flutti fjölskyldan til N. Dakota og nam land nærri Mountain. Þórarinn fór til Vesturheims árið 1876 með föður sínum, Guðmundi Guðmundssyni og systrum. Móður sína missti hann á öðru ári. Guðmundur fór með börn sín til Nýja Íslands en lést þar skömmu eftir komuna þangað. Var Þórarinn tekinn í fóstur af sveitunga sínum, Sveinbirni Jóhannessyni og konu hans, Þorbjörgu Eiríksdóttur. Þau höfðu komið vestur með sama skipi og fóru líka til Nýja Íslands. Sveinbjörn flutti úr Nýja Íslandi um 1880 og settist að nálægt Mountain. Þar óx Þórarinn úr grasi en 1889 lést Hafsteinn Skúlason þar í byggð og réðst þá Þórarinn til ekkjunnar, Sigríðar Þorbergsdóttur. Fósturdóttir hennar var Hallfríður Magnúsdóttir. Nýgift fluttu þau vestur til Calgary og fór Sigríður með þeim. Þau settust að austan Medicine árinnar, skammt frá landi Stephans G. Stephanssonar. Þar gerðist Þórarinn bóndi og bjó þar til ársins 1905, seldi þá hús og jörð, flutti til Red Deer þorpsins þar sem hann bjó eftir það.
