Magnús Jósepsson

ID: 6553
Fæðingarár : 1850
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1932

Séra Magnús J Skaptason Mynd FAtV

Séra Magnús Jósepsson fæddist 4. febrúar, 1850 á Hnausum í Húnavatnssýslu. Dáinn 8.mars, 1932 í Winnipeg. Magnús J. Skaptason vestra.

Maki: 1876 Valgerður Sigurgeirsdóttir f. 8. apríl, 1855. Dáin 12.apríl, 1905

Börn: 1. Anna Valgerður f. 28. apríl, 1878. Dáin 17. desember, 1881 2. Marta Ólöf f. 11. nóvember, 1879, d. 17.mars, 1937 3. Anna Valgerður f. 29.mars, 1882, d. 17. júlí, 1956 4. Jósef Gunnar f. 19.janúar, 1887, d. 1936 5. Fanney Guðrún f. 29. október, 1889, d. 19.júlí, 1963.

Séra Magnús flutti vestur árið 1887 og fór til Nýja Íslands. Var fyrsta veturinn hjá Jóhanni Briem við Íslendingafljót en settist því næst að á Bjarkarstöðum í Hnausabyggð og breytti hann nafni í Hnausa. Hann þjónaði öllum byggðum Nýja Íslands frá 1888 til 1891 en þá úr Hnausabyggð flutti til Gimli og bjó þar í tvö ár. Flutti þaðan til Winnipeg og bjó þar önnur fjögur ár. Þaðan lá leiðin til Roseau í Minnesota. Hann flutti þaðan um 1905 aftur til Winnipeg. Hann keypti lítið land í Hnausabyggð árið 1921 og bjó þar um hríð en 2. september, 1925 flutti hann enn til Winnipeg þar sem hann bjó til æviloka.