Valgerður Sigurgeirsdóttir fæddist 8. apríl, 1855 í N. Múlasýslu. Dáin 12. apríl, 1905 í Roseau í Minnesota.
Maki: 1876 Séra Magnús Jósepsson f. 4. febrúar, 1850 á Hnausum í Húnavatnssýslu, d. 8. mars, 1932 í Winnipeg. Magnús J. Skaptason vestra.
Börn: 1. Anna Valgerður f. 28. apríl, 1878. Dáin 17. desember, 1881 2. Marta Ólöf f. 11. nóvember, 1879, d. 17.mars, 1937 3. Anna Valgerður f. 29.mars, 1882, d. 17. júlí, 1956 4. Jósef Gunnar f. 19.janúar, 1887, d. 1936 5. Fanney Guðrún f. 29. október, 1889, d. 19.júlí, 1963.
Þau fluttu vestur árið 1887 og fóru til Nýja Íslands. Voru fyrsta veturinn hjá Jóhanni Briem við Íslendingafljót en settust því næst að á Bjarkarstöðum í Hnausabyggð. Magnús þjónaði öllum byggðum Nýja Íslands frá 1888 til 1891. Þá fóru þau úr Hnausabyggð til Gimli og bjuggu þar í tvö ár. Fluttu þaðan til Winnipeg og bjó þar önnur fjögur ár. Þaðan lá leiðin til Roseau í Minnesota. .
