
Sesselja Halldórsdóttir Mynd VÍÆ IV

Davíð Sigurgeir Eggertsson Mynd VÍÆ IV
Davíð Sigurgeir Eggertsson fæddist á Siglunesi í Manitoba 1. maí, 1911.
Maki: 14. apríl, 1936 Sesselja Halldórsdóttir f. 30. október, 1913.
Börn: 1. Margrét Svanhildur f. 23. nóvember, 1936 2. Eggert f. 7. júlí, 1939 3. David Ian f. 16. mars, 1945 4. Bernice f. 7. febrúar, 1953.
Davíð var sonur Eggerts Sigurgeirssonar og Svanhildar Sigurbjörnsdóttur sem vestur fluttu til Manitoba árið 1906 og settust að á Siglunesi í Manitoba. Þar ólst Davíð upp og fljótlega kom í ljós áhugi hans á búskap, hann vann hjá föður sínum og tók svo við landnámsjörð foreldranna þegar faðir hans dó. Hann sinnti félagsmálum, var í sveitarstjórn í fjölmörg ár. Hann var laghentur og vann meðfram búskap við trésmíðar, byggði allmörg hús auk þess sem kirkjan í Vogar var mikið til hans verk. Árið 1957 flutti hann vestur að Kyrrahafi og bjó síðustu árin í Vancouver. Sesselja var dóttir Halldórs Halldórssonar úr Húnavatnssýslu og konu hans, Margrétar Þórhildar Hávarðsdóttur.
