Sveinbjörn Þorsteinsson

ID: 19919
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1906

Sveinbjörn Þorsteinsson Mynd VÍÆ IV

Sveinbjörn Þorsteinsson fæddist í Winnipeg 29. júlí, 1906. Dáinn 10. október, 1965. Peterson vestra.

Maki: 25. júní, 1932 Sigríður Guðlaug Eggertsdóttir f. í Eyjafjarðarsýslu 26. nóvember, 1901. Peterson vestra

Börn: 1. Sveinbjörn Eggert f. 25. febrúar, 1933 2. Davíð Ágúst (August) Þorsteinn (Thorsteinn) f. 15. september, 1934.

Sveinbjörn var sonur Þorsteins Péturssonar úr Hnappadalssýslu og Guðrúnar Sigurðardóttur frá Ingveldarstöðum í Skagafirði. Sveinbjörn var stöðvarstjóri hjá C.N.R. járnbrautafélaginu víða í Kanada.  Sigríður var dóttir Eggert Sigurgeirssonar og Svanhildar Sigurbjörnsdóttur, sem vestur fluttu til Manitoba árið 1906. Þau settust að í Siglunesbyggð þar sem Sigríður ólst upp og gekk í barnaskóla.