ID: 6571
Fæðingarár : 1854
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1916
Hermann Jónsson fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1854. Dáinn í Markerville í Alberta 11. desember, 1916. Hillman vestra.
Maki: Sigurlaug Margrét Ögmundsdóttir f. 5. maí, 1859.
Börn: 1. Ólína f. 12. nóvember, 1882 2. María f. 5. desember,1883, d. í N. Dakota 8. júlí, 1888 3. Jón Rögnvaldur f. 11. september, 1886 4. Jóhann Maríus f. 15. nóvember, 1888 í Cavalier, ND 5. Guðrún f. 28. október, 1891 í Markerville 6. Hermann Björn f. 13. júní, 1896 7. Pétur Gísli f. 19. júlí, 1900.
Þau fluttu vestur til N. Dakota árið 1887, bjuggu fyrst í Cavalier en fluttu svo þaðan 1889 til Mountain. Árið 1891 fluttu þau svo vestur til Markerville í Alberta. Hermann var sonur Jóns Rögnvaldssonar frá Hóli í Skagafirði en sá flutti vestur árið 1874.
