Bjarni Bjarnason

ID: 6607
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1824
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1878

Bjarni Bjarnason fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1824. Drukknaði 12. nóvember, 1878 í Winnipegvatni.

Maki: Margrét Þorkelsdóttir f. í Skagafjarðarsýslu árið 1822. Hún var látin þegar Bjarni flutti vestur.

Börn: Þau áttu mörg börn en eftirfarandi voru föður sínum samferða vestur um haf: 1. Sigurður f. 1851, drukknaði í Winnipegvatni 12. nóvember, 1878 2. Sigurbjörg f. 1863 3. Guðbjörg f. 1869.

Bjarni flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 og settust að í Nýja Íslandi. Feðgarnir námu lönd í Árnesbyggð og bjuggu þar.