Sigurður Gestsson

ID: 19948
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1896
Dánarár : 1975

Sigurður Gestsson og Ólöf Anna Einarsdóttir árið 1919 Mynd ACU

Sigurður Gestsson fæddist í Haga í Geysisbyggð 7. desember, 1896. Dáinn í Manitoba 31. mars, 1975. Sigurdur Oddleifson.

Maki: 1) 15. október, 1919 Ólöf Anna Einarsdóttir (Lolla) f. 17. október, 1890, d. 22. nóvember, 1970 2) 21. júlí, 1973 Jóna Oddleifson.

Börn: 1. Þórey Jónína 2. Gestur Einar f. 23. október, 1922 3. Sigurður Óskar f. í Arborg 15. október, 1925.

Sigurður var sonur Gests Oddleifssonar og Þóreyjar Stefánsdóttur f. 2. júlí, 1867, d. 15. október, 1946. Sigurður ólst upp í Geysisbyggðinni og gekk í Geysir skólann. Sigurður og Þórey settust að á landi nokkrum kílómetrum norður af Arborg en það land hafði Sigtryggur Jónasson numið. Hann hafði reist myndarlegt hús á landinu og það var fyrsta heimili Sigurðar og Ólafar. Sigurður var bóndi alla tíð á þessu landi. Ólöf Anna var dóttir Einars Jónassonar þess sem valinn var í landkönnunarnefndina í Ontario árið 1875 og ferðaðist sama ár til Manitoba með Sigtryggi Jónassyni og fleirum.

Húsið sem Sigtryggur Jónasson reist á landi sínu norðan við Arborg var fyrsta heimili Sigurðar og Ólafar Mynd ACU