
Friðfinnur Jónsson og Steinunn Andrésdóttir Mynd L.-H. 1971
Friðfinnur Jónsson fæddist 28. desember, 1888 í Argylebyggð í Manitoba. Dáinn í Selkirk árið 1974 Fred Friðfinnsson vestra.
Maki: 4. apríl, 1911 Stefanía Andrésdóttir f. árið 1890 í Manitoba d. árið 1976. Stefania Skagfeld vestra.
Börn: 1. John f. 6. maí, 1912 2. Anna f. 1912 3. Andrés f. 1913 4. Stanley f. 1918 5. William f. 1919 6. Percival (Percy) f. 23. desember, 1921 7. Franklin f. 1924.
Friðfinnur var sonur Jóns Friðfinnssonar, tónskálds, og Önnu Sigríðar Jónsdóttur í Winnipeg. Hann var tinsmiður í Winnipeg en auk þess bóndi víðs vegar í Manitoba, fyrst nærri Clarkleigh, þá Vestfold og loks nærri Oak Point. Friðfinnur fór ár hvert til Winnipeg þar sem hann vann einhvern tíma að iðn sinni. Stefanía Var dóttir Andrésar Jónssonar Skagfeld og seinni konu hans, Steinunnar Þorsteinsdóttur.
