ID: 19961
Fæðingarár : 1891

Herdís Margrét Jónsdóttir Mynd VÍÆ IV
Herdís Margrét Jónsdóttir fæddist 8. ágúst, 1891 í Winnipeg. Herdis M. E. Fredrickson vestra.
Maki: Kári Friðjónsson fæddist í Glenboro í Manitoba 15. október, 1888. Dáinn árið 1972 í Vancouver. Kári Fredrickson vestra.
Börn: 1. John F. f. í Winnipeg 9. nóvember, 1915, d. 1. mars, 1949 2. Theodore f. í Winnipeg 23. mars, 1918 3. Margaret Cecilia f. í Winnipeg árið 1924.
Herdís var dóttir Jóns Einarssonar úr Strandasýslu og fyrri konu hans, Guðrúnar Jakobsdóttur. Hún ólst upp í Winnipeg þar sem hún kynntist Kára.
