Arnþrúður Gunnlaugsdóttir fæddist í Pembina, N. Dakota 19. janúar, 1899. Dáin 21. nóvember, 1980.
Maki: 1918 Sigtryggur Guðmundsson f. í Skagafjarðarsýslu 14. febrúar, 1874, d. í Wynyard, Saskatchewan 14. desember, 1952. Goodman vestra.
Börn: 1. Pálmi f. 21. september, 1919 2. Halldóra f. 6. febrúar, 1921 3. Gunnlaugur f. 27. október, 1922 4. Lilja Sigríður f. 12. september, 1925 5. Ólafur f. 6. nóvember, 1926 6. Þórey (Thorey) f. 13. apríl, 1931 7. Kristín Ingibjörg f. 5. ágúst, 1933 8. Vilhjálmur Karl f. 23. ágúst, 1934 9. Gerður Róssfríður f. 16. ágúst, 1938. Öll fædd í Wynyard í Vatnabyggð.
Arnþrúður var dóttir Gunnlaugs Gíslasonar og Halldóru Jónasdóttur, sem vestur fluttu árið 1888. Sigtryggur flutti vestur árið 1901, samferða föður sínum, Guðmundi Kristjánssyni og seinni konu hans, Sigríði Helgadóttur. Þau fóru til Pembina í N. Dakota. Sigtryggur flutti í Vallarbyggð í Saskatchewan árið 1903 en keypti síðan land í Vatnabyggð nærri Wynyard árið 1912. Seldi það reyndar stuttu seinna og keypti annað í sömu byggð og bjó þar.
