Skarphéðinn K Gunnarsson

ID: 19975
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1902
Dánarár : 1945

Skarphéðinn Kjartan Gunnarsson fæddist 12. nóvember, 1902 í Winnipegosis. Dáinn í Englandi 26. júní, 1945. Tighe vestra.

Maki: Helga Jónasdóttir f. 1. nóvember, 1906 í Toronto, d. 21. janúar, 1949.

Börn: 1. Barbara Helga f. í Vancouver 29. júní, 1926 2. Stearne Skarphéðinn f. í Kaliforníu 23. júlí, 1927 3. Brian Baldwin f. í Kaliforníu 9. júní, 1929.

Skarhéðinn var sonur Gunnars Friðrikssonar og Guðrúnar Helgu Jörundsdóttur í Winnipegosis í Manitoba. Hann var tekinn í fóstur af Björgu Tighe, móðursystur sinni og hennar manni. Stjúpi hans, Stearne Tighe vann hjá járnbrautarfélagi í Manitoba og Saskatchewan og það eflaust varð til þess að Skarphéðinn réðst til Canada Northern járnbrautarfélagsins. Hann særðist í Seinni heimstyrjóldinni og dó í Englandi. Helga var dóttir Jónasar Pálssonar tónlistarkennara og Emily Helgu Baldvinsdóttur. Helga lærði tónlist og vann til verðlauna fyrir hæfileika sína t.d. heiðurspening úr gulli og námstyrk í Toronto árið 1922.  Hún var tónlistarkennari.