Bardi G. Skulason

Vesturfarar

Barði Guðmundsson (Bardi G Skulason vestra) gekk menntaveginn. Nítján ára hóf hann framhaldsnám í skóla í Grand Forks. Í Vestur-Íslenskar Æviskrár II er ágæt samantekt um lífshlaup Barða: ,, Hóf hann nám við ríkisháskólann í Grand Forks, N.Dakota, 1890 og vann jafnframt fyrir sér með kennslu. Lauk þaðan B.A.prófi 1895, fyrstur manna af íslenzkum ættum, og tók jafnframt kennarapróf. Skólakennari að Akra, Eyford, Mountain og víðar á árunum 1888-1895. Tók þá að leggja stund á lögfræði og vann um stund á skrifstofum þeirra Tempeltons dómara og Tract R. Bangs lögmanns í Grand Forks.. Fékk málflutningsleyfi í N. Dakota 1897. Kennari við lögfræðideild ríkisháskólans í Grand Forks 1900-1909 og stundaði jafnframt málafærslustörf í félagi við O. B. Burtness, sem seinna varð héraðsdómari í North Dakota. (Skulason & Burtness) Hann lauk hæstaréttar-málafglutnings prófi árið 1907, og var aðstoðar-lögmaður fyrir Grand Forks County. Kosinn þingmaður Republicana fyrir Grand Forks Co. til ríkisþings North Dakota 1908 og gengdi því starfi til 1910. Fluttist til Portland, Oregon, 1911 og hefur átt þar heima síðan. Starfaði þar sem lögmaður, fyrst í sambandi við Guy C. H. Corliss, og seinna í félagi við lögmennina : Alfred E. Clark og Malcom H. Clark og nefndist þá skrifstofa þeirra: Clark, Skulason & Clark. Lengst af hefur hann haft sína eigin skrifstofu. Bardi Skúlason gengdi herþjónustu í heimstyrjöldinni fyrri frá 1917-1919 og var þá settur við við vistastöðva- og herflutningadeild hersins í Florida. Stofnaði sjóð við ríkisháskólann í N. Dakota til að styrkja fátæka nemendur. Íslenzkur vararæðismaður í Portland, Oregon, 1942 og ræðismaður 1952. Kosinn félagi í Delta Sigma Rho, félagi mælskumanna og er einnig félagi í Phi Beta Kappa. Sæmdur stórriddarakrossi íslenzku Fálkaorðunnar 1939. Honum hafa hlotnazt ýmsar sæmdir aðrar, enda talinn einn af frægustu lögmönnum Bandaríkjanna.“