Stefán Ólafsson

Vesturfarar

Stefán Ólafsson settist að í Winnipeg árið 1888 og stofnaði heimili með konu sinni, Petrínu Jónsdóttur ári seinna. Hann fékk vinnu á Leland hótelinu í borginni við aðafhýða kartöflur, þvo upp diska og skúra. Petrína var ráðinn í vista hjá efnuðu fólki og náði fljótlega tökum á ensku í daglegu sambandi við enskumælandi börn og fullorðna. Stefán hafði hug á búskap og keypti fáeinar mjólkurkýr sem hann gat haft í haga ekki langt frá þar sem hann bjó á Toronto stræti. Hann rak ofurlitla mjólkurbúð á heimili sínu þar til hann kaus sveitina og ákvað árið 1901 oð nema land í Lundarbyggð. Þar kallaði hann Lund. Hann hafði sér til trausts og halds, vin sinn Gísla Grímsson, sem vann með honum við búskapinn.  Kýrnar voru mjólkaðar og mjólkin flutt í mjólkurstöð á Lundar. Hann keypti fáeinar kindur, nýtti svo kjöt, ull og skinn, sumt fyrir fjölskylduna en annað var selt.

Gísli fór að stunda veiðar á haustin í Manitobavatni en þar veiddist svokallaður hvítfiskur í net. Aflinn var dreginn á sérstöku handæki heim í hús þar sem sumt var saltað en annað reykt. Á veturna stundaði hann svo veiðar á ís sem var nokkuð hættuspil því ísinn reyndist misþykkur og var því varasamur. Í fyrstu var aflanum komið fyrir á sleða og dró Gísli hann heim á bæ en seinna nýtti hann hunda. Þá þurfti að hýsa í sérstökum kofum og búrum allt sumarið, hvert teymi út af fyrir sig. Tækninni fleytti áfram og bæði veiðar og flutningur afla af vatninu varð auðveldari. Synir Stefáns voru ekki háir í lofti, 13-14 ára þegar þeir fóru að fara með Gísla til veiða og mun Árni, sá yngsti, hafa stundað slíkar veiðar alla sína ævi.  Synir Stefáns luku sinni skólagöngu og kusu að stunda búskapinn með föður sínum og Gísla. Meira land var keypt, hreinsað og plægt og nú bættist akuryrkja við.  Blandaður búskapur á sléttunni þótt áhættuminni en að stunda eingöngu akuryrkju, nautgriparækt eða reka mjólkurbú. Akra var stundum ekki hægt að plægja vegna bleytu, verð á nautgripum gat brugðist  en ef menn voru svona með sitt lítið af hverju þá komust þeir af. (Wagons to Wings)

Gísli Grímsson og dóttursonur Stefáns, Óskar Árnason við heyskap í Lundarbyggð. Mynd WtW