,,Kristbjörn lauk miðskólaprófi við Gustavus Adolphus Academy, St. Peter 1910. og var síðan um tíma í landbúnaðarskólanum í Fargo, N. D., en hvarf aftur að námi í G. A. Academy og lauk þaðan B. A. prófi 1916. Hóf þá nám við Eush Medical College í Chicago og lauk læknanámi (M.D.) frá Chicago háskóla 1921. Fékk stöðu hjá San Francisco City and County Hospital haustið 1921. Tvö næstu ár var hann þjónandi læknir við Saind Francis Memorial Hospital í San Francisco og 1924 var hann tekinn í reglulegt læknalið sama sjúkrahúss og gegndi þeirri stöðu unz hann lát af því embætti fyrir aldurs sakir 1. maí, 1953. Var þá gerður að heiðursfélaga í læknaliði sjúkrahússins. Hafði verið yfirlæknir og starfað í óteljandi nefndum. Vinsæll og vel metinn læknir og hlaut Margvíslega Viðurkenningu fyrir starf sitt. Sæmdur ísl. Fálkaorðunni 26. júní, 1964.“