Dr. Lárus A Sigurðsson

Vesturfarar

Í ritinu VÍÆ II bls. 275-276 er ágæt samantekt um nám Lárusar og störf. Fram kemur að ofan að hann hafi lokið framhaldsnámi í Stanford en hann var ekki hættur: ,,Enn stundaði hann framhaldsnám í London á Englandi, Dublin á Írlandi og á The Polyclinic Hospital í New York. Hlaut lækningaleyfi í Canada 1927 og í Bandaríkjunum 1930. Var stuttan tím læknir í Barrie, Ont., og hefur frá 1930 verið almennur læknir og skurðlæknir í Winnipeg, með lækningastofu í Medical Arts Building. Prófessor í læknisfræði við Manitobaháskóla frá 1935. Skurðlæknir hjá St John´s Ambulance Association 1940-1955. Félagi í Winnipeg Medical Society og Manitoba Medical Association, í framkvæmdastjórn þess félags í sjö ár. Enn fremur félagi í Canadian Physioligical Society, Scientific Club, Winnipeg, Medico-Legal Society, og fleiri félögum. Hefur hann tekið mikinn þátt í starfi The Icelandic Canadian Club og átti sæti í fjáröflunarnefnd til að koma á stofn kennarastóli í íslenzkum fræðum við Manitobaháskóla. Sæmdur riddarakrossi hinnar íslenzku Fálkaorðu 1955.“