Guðjón Jóhannesson var sjö ára þegar hann flutti vestur um haf með foreldrum sínum árið 1885. Þeir settust að í blómlegri, ungri, íslenskri sveit skammt frá þorpinu Minneota í Minnesota. Hann útskrifaðist frá Minnesota-háskólanum í Minneapolis árið 1904 (sama ár og faðir hans dó) sem B.A. Hann lagði stund á blaðamennsku. Líklega var hann winn allra merkasti blaðamaður og rithöfundur, sem komið hefur fram meðal Vestur-Ísleninga. Hann hét fullu nafni Guðjón Gunnlaugur Hólm, en var þekktur undir nafninu John G. Holme. Hann átti glæsilegan menntaferil, og ævistarf hans kastaði ljóma á nafn hans og þjóðflokk. Hann hóf ævistarf sitt sem kennari í mælskufræði og ensku við Minneapolis-háskólann, þá varð hann fréttaritari Minneapolis Journal og skömmu seinna Chicago Tribune. Fyrir Tribune fór hann til San Francisco 1913 og skrifaði fyrir blaðið fregnir af sýningunni miklu, sem þá var haldin þar. Um þær mundir varð hann fréttaritari San Francisco Examiner. Um 1915 fór hann til New York og starfaði þar síðustu 7 ár ævinnar sem fréttaritari New York Evening Post. Hann skrifaði ævisögu Leonard Wood hershöfðingja og beitt sér ósleitilega fyrir því að hann yrði útnefndur forsetaefni Republikana 1920, en hann beið ósigur fyrir Harding. Mörg fleiri voru afrek Holmes, sem ekki verða hér talin, en ævi hans varð fremur til ,,frægðar en langlífs“. (Saga Ísl. V bls 350-351 o.fl“.