Í ritinu Vestur-Íslenskar II er eftirfarandi samantekt um framúrskarandi námsferil Frederick: ,,Stundaði miðskólanám í Ballard High School, Seattle, og hlaut þar vegna frábærrar námshæfni, svo kallaðan National Scholarship, sem tryggði honum ókeypis skólavist í hvaða fáskóla Bandaríkjanna, sem hann vildi. Hann kaus Harvard University og innritaðist þar haustið 1941.Á öðru ári vann hann annan eftirsóttan námsstyrk;,,Jacob Wendel Scholarship“ og skaraði svo fram úr í tungumálakunnáttu, að þegar hann innritaðist í sjóher Bandaríkjanna 1943, var hann þegar settur í leyniþjónustuna. Að lokinni styrjöldinni hóf hann nám sitt að nýju 1946 og lauk þaðan B.A. prófi og M.A.prófi árið eftir. Árið 1950 var honum veitt doktorsnafnbót (Ph.D) fyrir ritgerð er hann nefndi: ,,Study in the Physicalistic Theory of mind“. Að loknu meistaraprófi var honum veittur námsstyrkur til dvalar utan lands (Treschermacher Travelling Scholarship) og dvaldi þá ár við háskóla í París og ferðaðist mikið um meginland Evrópu, og að loknu Ph.D. prófi hlaut hann Fulbright styrk, og dvaldi hann þá eitt ár við Oxford háskóla og ferðaðist til Grikklands og fleiri landa.“ Þess ber að geta í lokin að hann varð professor við Harvard háskóla.