Guðjón Ingimundarson kom til Winnipeg árið 1888. Hann hafði lært gullsmíði hjá Benedikt Ásgrímssyni í Reykjavík og opnaði fljótlega úra- og skartgripaverslun í Winnipeg.
Guðjón varð strax vinsæll meðal landa sinna, hann þótti gestrisinn og skemmtilegur. Studdi ýmiss félög Íslendinga og auglýsti reglulega í blöðum þeirra og tímaritum.