Í VÍÆ I segir eftirfarandi um störf Þorbergs: ,,Prófessor í efnafræði við Saskatchewan háskóla, Saskatoon, 1914-49, og forseti deildarinnar 1919-1948. Dean, College of Graduate Studies 1946-49. Forseti Canadian Institute of Chemestry 1941-42. Forseti Royal Society of Canada, Section III, 1943-44. Í stjórn Saskatchewan Research Council 1947-58, og forstjóri rannsóknanna 1951-56. Í stjórn Research Council of Canada 1952-58. Í háskólaráði og varaforseti Saskatchewanháskóla frá 1953. Félagi í Royal Society of Canada 1926. Heiðursævifélagi í Chemical Institute of Canada 1949, og var þá stofnaður námssjóður við Saskatchewanháskóla. er ber nafn hans, Thorvaldson Scholarship Fund. D. Sc. og L.L.D honoris causa. Hefur auk þess unnið ýmisleg verðlaun fyrir vísindaafrek. Bréfafélagi í Vísindafélagi Íslendinga. Sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 1929 og stórriddarakrossi 1956. Heimsótti Ísland 1913, 1930 og 1959. Hefur skrifað um sextíu ritgerðir vísindalegs efnis víðs vegar í tímaritum.“