Valgerður Þorláksdóttir

Vesturfarar

Valgerður Þorláksdóttir skrifaði sig Jónasson vestra líkt og systkini hennar. Í stuttri minningargrein á ensku um hana í Árdísi, Ársriti Bandalags lúterskra kvenna segir Sigurbjörg Stefánsson eitthvað á þessa leið. (íslenskur úrdráttur Thor group)

Valgerður Jónasson

Fædd 11. janúar, 1888 – Dáin 1. júní, 1957

Valgerður Jónasson, sem fæddist að Syðri-Neslöndum í Mývatnssveit á Íslandi, kom til Kanada árið 1893 með foreldrum sínum, Þorláki Jónassyni og Kristrúnu Pétursdóttur. Sterk fjölskyldubönd tryggðu henni öruggt skjól í föðurhúsum, fyrst í sveitinni skammt frá Baldur, þá í Dafoe í Saskatchewan og frá árinu 1923 að Banning St. 693 í Winnipeg. Þrír bræður lifa hana, Björn í Silver Bay í Manitoba, og Kristján og Jónas í Winnipeg. Að loknu námi í barna- og unglingaskóla í Baldur og kennaraskóla í Winnipeg kenndi hún á ýmsum stöðum í fylkinu og seinna í Winnipeg frá 1913 til starfsloka árið 1948. Heilsu hennar hrakaði síðustu árin, hún lést á heimili sínu 1. júní, 1957.                                                                                                                                                    

 Framúrskarandi kennari

Hún var einstakur kennari svo hæfileikarík að erfiðum nemendum úr ýmsum bekkjum voru iðulega sendir til hennar og með hennar aðferðum reyndust þeir brátt ekkert lakari en venjulegir nemendur. Hún var tryggur félagi í Jóns Sigurðssonar deild I.O.D.E. Hún var í söfnuði Fyrstu Lútersku Kirkjunni þar sem hún annaðist sunnudagaskólann um árabil. Þar sat hún ennfremur í stjórn Djáknaráðs. Útför henn annaðist séra Valdimar J. Eylands. Allir sem hrifust höfðu af rólegu, glaðlegu og skilningsríku persónueinkennum hennar, og ekki síst trygglyndi hennar,  hrifust ekki minna hin síðari ár af dæmalausi hugrekki hennar við ýmsar þrautir efri ára.

Heimili Valgerður við Banning St. í Winnipeg