Íslensk bókmenntahefð fylgdi vesturförum vestur, skáld fædd á Íslandi fundu sitt svið í Vesturheimi og fengu tækifæri til að skrifa. Ljóð, smásögur og skáldsögur komu út og nutu yfirleitt mikilla vinsælda. Á mannamótum voru minni flutt og venjulega í bindnu máli langt fram eftir 20. öld. Varla kom út eintak af íslensku vikublöðunum, tímaritunum án þess að ljóð væri þar að finna eða smásaga. Konur ekki síður en karlar ortu ljóð og skrifuðu sögur, ein slík var Guðrún H. Finnsdóttir. Vinur hennar Richard Beck, ritstjóri Almanaks Ólafs Þorgeirssonar í Winnipeg skrifaði um hana minningargrein sem kom út í Almanakinu 1947.
Skáldkonan Guðrún H. Finnsdóttir: ,,Á árinu, sem óðum er að fjara út, þegar þetta er ritað, átti íslenzka þjóðin á bak að sjá þrem skáldkonum, þeim Huldu (Unni benediktsdóttur Bjarklind), Guðfinnu Jónsdóttur frá Hömrum og Guðrúnu H. Finnsdóttur. (Mrs. Gísli Jónsson). Mikil eftirsjá er að þeim öllum, því að allar höfðu þær drjúgum auðgað bókmenntir vorar, hver á sínu sviði. Dýpst snertir oss Íslendinga vestan hafs, sem bókmenntum unna, sviplegt fráfall Guðrúnar H. Finnsdóttur, er lést á heimili sínu í Winnipeg þ. 25 marz 1946, því að hún var bæði ein af allra merkustu og mikilhæfustu konum í vorum hópi og hafði með smásögum sínum brugðið upp glöggum, skilningsríkum og hugþekkum myndum úr lífi og baráttu íslenzkra manna og kvenna í landi hér; höfðu þær sögur hennar einnig að verðugu aflað henni víðtækra vinsælda beggja megin hafsins. Guðrún skáldkona var austfirzk að ætt, fædd að Geirólfsstöðum í Skriðdal þ. 6. febrúar, 1884. Foreldrar hennar voru Finnur F. Björnsson og Bergþóra Helgadóttir, er bjuggu á nefndum bæ, valinkunn sæmdarhjón. Árið 1902 giftist Guðrún eftirlifandi manni sínum, Gísla Jónssyni, skáldi og ritstjóra frá Háreksstöðum í Jökuldalsheiði, og fluttust þau vestur um haf til Winnipeg árið 1904 og höfðu jafnan síðan verði búsett þar í borg. Þau eihnuðust fimm börn, ein dóttir, Unnur að nafni, hið mesta efnisbarn, dó í æsku, en hin sem upp komust, eru Helgi dr. phil. og prófessor í jarðfræði við Rutgers University í New Brunswick í New Jersey-ríki, ágætur vísindamaður; Mrs. Bergþóra Robson í Montreal, Mrs. Gyða Hurst og Mrs. Ragna St. John, báðar í Winnipeg. Öll eru börn þessi hin mannvænlegustu og prýðilega gefin, eins og þau eiga kyn til, og menntuð vel, því að foreldrar þeirra styrktu þau til háskólanáms; er þar, sem í mörgu öðru, auðsær menningarlegur áhugi þeirra Gísla og Guðrúnar og ást þeirra á öllum fögrum menntum, en eigi mun alltaf hafa verið af miklu að taka fjárhagslega. Guðrún H. Finnsdóttir vat athafnasöm húsfreyja og jafnframt frábærlega ástrík og umhyggjusöm húsfreyja og jafnframt frábærlega ástrík og umhyggjusöm eiginkona og móðir, og var það í fullu samræmi við heilsteypta og hreina skapgerð hennar. Yfir heimilislífi þeirra hjóna hvíldi einnig hið fegursta samræmi; þau voru bæði óvenjulega listhneigð og listræn, hann söngmaður ágætur og ljóðskáld, en hún prýðilegt söguskáld, sem enn mun frekar lýst verða. Þau áttu einnig annað sameiginlegt, hugsjónir og hugðarefni; unnu fegurð, frelsi og framsókn, að ógleymdri hinni djúpstæðu rækt þeirra við íslenzkar menningarerfðir, tungu vora, sögu og bókmenntir. Inn í andrúmsloft það, sem ríkti á heimili þeirra, var því hressandi og göfgandi að koma: þegar svo þar bættist hlý og hreinræktuð íslenzk gestrisni þeirra, er eigi furða, þá að marga gesti bæri þar að garði, sem eiga þaðan hugljúfar endurminningar. Er sá, er þetta ritar, einn í þeim hópi fjölmenna vinahópi, og telur sér það hamingju að hafa notið tryggrar vináttu þeirra hjóna árum saman og heilhuga stuðnings þeirra í starfinu að sameiginlegum áhugamálum. Guðrún H. Finnsdóttir var, eins og fyrr er vikið að, mikilhæf kona og framúrskarandi hreinlunduð, vinföst með afbrigðum; átti hún í ríkum mæli þá heiðríkju hugans, þann manndómsanda og drengskap, sem svipmerkt hafa sann-íslenzka menn og konur kynslóð eftir kynslóð. Hún var, með öðrum orðum, norræn mjög í lund, í beztu merkingu. Er henni vel lýst og rétt í þessum ummælum Einars P. Jónssonar, skálds og ritstjóra, tengdabróður hennar: