Dr. Guðmundur Steingrímsson

Vesturfarar

Í VÍÆ I segir eftirfarandi um Dr. Guðmund: bls. (136-137)

,,Guðmundur stundaði nám við Ríkisháskólann í N. Dakota, Grand Forks, og lauk þaðan B. A. prófi 1904, M. A. 1905 og LLB (lögfræðiprófi) 1906. Fékk námsstyrk og stundaði nám við Chicagoháskóla 1905-1906. Lögmaður í Munich, N. Dakota 1908-10. Ríkislögmaður í Cavalierhéraði í N. Dakota 1910-24. Var aðstoðar-dómsmálaráðherra í North Dakota 1923-1925. Héraðsdómari í N. Dakota 1926-1949. Hæstaréttardómari í N. Dakota 1949-58. Dómsforseti Hæstaréttar 1957-58. Vakti mikla athygli í Bandaríkjunum fyrir rannsóknir og saksókn í svonefndu Martin Tabert máli í Florida 1923, er leiddi til þess að bannað var að lána fanga til líkamlegrar vinnu, eins og áður hafði tíðkazt. Formaður nefndar til að endurskoða lög og réttarreglur N. Dakotaríkis 1943. Fulltrúi N. Dakota á Alþingishátíðinni 1930. Forseti  ráðstefnu um félagsleg velferðarmál 1945. Doctor juris honoris causa frá Háskóla Íslands 1930 og Háskóla North Dakota 1939. Riddari af Fálkaorðunni 1939. Distinguished Service Citation N. D. Alumni Cotation, 50 years Legal Service North Dakota Bar 1956.  Heiðursmerki Phi Beta Kappa félags. Ennfremur heimsótti hann Ísland 1932 og 1949.“