Hér er stutt umfjöllun um lífshlaup Ólafs úr VÍÆ IV bls.241-242. ,,Hann hefur tekið virkan þátt í útbreiðslu og starfi Samvinnufélaga í Manitoba og víðar, og einkum samvinnu banka (Credit Unions). Hefur unnið að öllum samvinnufélögum í sínu héraði og er einn af stofnendum og fyrsti forseti Samvinnubankans í Árborg (Arborg Community Cooperative). Einn af stofnendum Geysir Cooperative Community Club og fyrsti forseti þess félags. Árið 1956 var hann kosinn í stjórn Manitoba Cooperative Credit Society, sem er eins konar samband samvinnufélaga í Manitoba. Einnig var hann kosinn 1967 í stjórn Manitoba Credit Union League, sem er eins konar fræðslu- og útbreiðsludeild hreyfingarinnar í fylkinu. Er hann einn af stofnendum hennar og nú varaforseti. Hið síðastnefnda félag tilheyrir alþjóðasambandi samvinnubanka CUNA (Credit Union International Association), sem hefur aðalstöðvar sínar í Madison, Wisconsin, USA, en starfar í ýmsum löndum. Hann var kosinn í stjórn þess félags, sem nefnd er CUNS Supply, og eru aðeins tveir fulltrúar frá Canada í henni. Ólafur hefur ferðazt frá hafi til hafs í Canada og bæði í Suður- og Norðurríkjum Bandaríkjanna sem erindreki á ráðstefnum samvinnufélaga og samvinnubanka.“
