Philip M Pétursson

Vesturfarar

Í VÍÆ I bls.281-282 segir eftirfarandi um séra Philip: ,,Prestur Unitarkirkjunnar í Winnipeg frá 1929 og Fyrstu Sambandskirkju Íslendinga í Winnipeg frá 1935, en þá sameinuðust þessir söfnuðir og nefnast nú: Kirkja Unitara og annarra frjálstrúarmanna. Forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi um skeið. Forseti hins Sameinaða kirkjufélags Íslendinga, Unitara og annarra frjálstrúarmanna, áður ritari þess. Útbreiðslustjóri sama kirkjufélags. Í skólaráði Winnipegborgar um margra ára skeið og í sjúkrahúsastjórn Winnipegborgar (Municipal Hospital Commission). Forseti Winnipeg Ministers´Curling club og gegnir fjöldamörgum trúnaðarstörfum öðrum. Sæmdur riddarakrossi hinnar ísl. Fálkaorðu. Dvaldist á Íslandi veturinn 1934-35 við íslenzkunám í Háskóla Íslands. Ræður og ritgerðir eftir hann eru í Heimskringlu, Brautinni og The Christian Register (The Development of Liberal Religion Among the Icelanders in North America).“