
Sigurbjörg Helgadóttir Mynd VÍÆ II
Í 2. bindi Vestur-Íslenzkar Æviskrár er eftirfarandi samantekt um einstakan námsferil og kennarastörf Sigurbjargar Helgadóttur. (bls. 306-307) ,,Lauk barnaskólanámi (8 bekkjum) á 27 mánuðum í Norðra og Wynyard skólum og var tvö ár í miðskóla í Wynyard, Sask. Stundaði nám við Wesley College, Winnipeg, á árunum 1916-20, og lauk B.A. prófi frá Manitobaháskóla 1920. Lauk kennaraprófi fyrir miðskólakennslu (Collegiate Certificate) árið 1925 á þrem misserum og sérstöku frönsku-prófi (Certicicate of proficiency in Oral French) við Manitobaháskóla 1957 og hlaut ýmsa námsstyrki og gullmedalíur fyrir námsafrek. Barnakennari í Carrick, Man., sumarið 1918. Miðskólakennari Lundar, Man., frá janúar, 1921 til júní 1923. Miðskólakennari að Gimli, Man., frá september, 1923 til 1962 (einstaka ár hafa fallið úr). Hefur lengst af verið aðstoðarskólastjóri, bæði á Lundar og Gimli. Hún hefur einkum kennt tungumál: frönsku, latínu, íslenzku og ensku. Félagi í Manitoba Teachers´Society, Women´s Institute og Þjóðræknisdeildinni Gimli. Ævifélagi í Manitoba Women´s Institute 1957 og í Manitoba Educational Association. Ritgerð í Úrval, 7. árg.,-okt.1948. Nokkur ár ritari Citizen´s Forum, Gimli, og um fimm ár í Kveldlestrarklúbb á Gimli á vegum Gimlideildar Þjóðræknisfélagsins.“