Guðmundur Grímsson

Vesturfarar

Í ritverkinu Saga Íslendinga í Vesturheimi V. bindi er kafli um Minnesota Íslendinga og þar segir svo um Guðmund Grímsson bls. 338:

,,Guðmundur Grímsson Dalmann (G. A. Dalman) frá Fögrukinn á Jökuldal mun hafa komið snemma í íslenzka landnámið í Minneota, og gætir hans mikið í sögunni um hálfrar aldar skeið. Hann var skáldsagnahöfundur og ágætlega ritfær. Skrifaði hann miðið í íslenzku vikublöðin, sérstaklega Leif og Heimskringlu. Kemur hann til skjalanna með fréttabréf og ritgerðir í Leif þegar 1883. Lét hann sig mörg mannfélagsmál miklu skipta; stjórnmál, trúmál, bindindismál og í reuninni öll mál, sem einhverja þýðingu höfðu fyrir landa hans og velferð þeirra, að honum fannst. Stóð honum enginn á sporði með íslenzka ritmennsku meðal Íslendinga í Minnesota framan af árum, nema vera skyldi Axdal, að minnsta kosti ekki að vöxtum. Í Bandaríkjapólitík var hann rauðheitur Democrat á fyrri árum. Hvort hann hélt þeirri stefnu til dauðadags, er mér ekki kunnugt. Ævistarf Dalmanns var verzlun upp á eigin býti. Hann kom frá Íslandi 1879, en 1888 stofnaði hann matvöruverzlun í Minneota. 1890 gekk í félag með honum Jón Stefánsson frá Egilsstöðum í Vopnafirði. Slitu þeir félagskapinn 1899 (Dalmann & Stephanson); fór Jón vestur á strönd, en Dalmann hél verzluninni áfram einn“