Vilhjálmur Jónsson fæddist í Vestmannaeyjum 27. apríl, 1868. Dáinn í Spanish Fork 7. mars, 1882. William Johnson í Utah. Hann flutti til Spanish Fork í Utah árið 1874 með móður sinni, Vilborgu Þórðardóttur, stjúpföður, Sigurði Árnasyni og systkinum.
Þórður Þórðarson
Þórður Þórðarson fæddist 4. september, 1863 í Vestmannaeyjum. Dáinn 10. september, 1902 í Utah. Maki: Guðrún Jónsdóttir f. 24. júlí, 1849, d. 8. maí, 1931. Áttu ekki börn saman. Þórður fór vestur til Spanish Fork í Utah árið 1890 en Guðrún fór þangað með fyrri manni sínum, Einari Jónssyni árið 1880. Hann fór í trúboðserindum aftur til Íslands árið 1889 …
Þorsteinn Pétursson
Þorsteinn Pétursson fæddist 17. júní, 1850 í V. Skaftafellssýslu. Dáinn 28. júní, 1939. Thorstein Peterson í Utah. Maki: 1) 18. október, 1883 Ástrós Sigurðardóttir f. 22. október, 1861, d. 16. ágúst, 1884 2) 23. maí, 1886 Sigríður Eiríksdóttir f. 24.júní, 1865, d. 23. mars, 1934. Börn: Með Ástrós: 1. Ástrós f. 4. ágúst, 1884, d. 14. desember, 1911. Með Sigríði: …
Sigríður Eiríksdóttir
Sigríður Eiríksdóttir fæddist í Rangárvallasýslu 24. júní, 1863. Dáin 23. mars, 1934. Sigridur Peterson í Spanish Fork. Maki: 1884 Þorsteinn Pétursson f.17. júní, 1850 í V. Skaftafellssýslu, d. 28. júní, 1939. Börn: 1. Jónína f. 26. nóvember, 1885, d. 16.mars,1955 2. Dómhildur f. 2. júní,1887, d. í New York höfn 1887, grafin í Spanish Fork. 3. Jóhanna f. 21. júlí, …
Ástrós Þorsteinsdóttir
Ástrós Þorsteinsdóttir fæddist í V. Skaftafellssýslu 4. ágúst, 1884. Dáin 14. desember, 1911. Rose Peterson í Utah. Maki: 15. janúar, 1908 William Boyd, bandarískur þegn f. Idaho 27. febrúar, 1882 . Dáinn 22. febrúar, 1923. Börn: Virginia Ástrós fór með föður sínum, Þorsteini Péturssyni og konu hans frá Vestmannaeyjum til Spanish Fork í Utah árið 1887.
Jónína Þorsteinsdóttir
Jónína Þorsteinsdóttir fæddist 26. nóvember, 1885 í Vestmannaeyjum. Dáin 16. mars, 1955 í Utah. Nena Fullmer vestra. Maki: 12. ágúst, 1903 Dell Darrow Fullmer f. 6. maí, 1884 í Utah. Börn: Þau áttu 13 börn. Upplýsingar vantar. Jónína flutti vestur um haf til Utah árið 1887.
Dómhildur Þorsteinsdóttir
Dómhildur Þorsteinsdóttir fæddist 2. júní, 1887 í V. Skaftafellssýslu. Dáin í höfninni í New York, grafin í Spanish Fork. Dómhildur fór vestur með foreldrum sínum Þorsteini Péturssyni og Sigríði Eiríksdóttur árið 1887 en var látin þegar landi var náð vestra.
Dómhildur Jónsdóttir
Dómhildur Jónsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 2. október, 1877. Maki: 1904 Þorsteinn Ingimundarson f. 23. ágúst, 1874, d. 16. desember, 1943. Dómhildur flutti vestur til Kanada árið 1902 en Þorsteinn fór vestur 1900. Þau bjuggu seinast í Vancouver í Bresku Kolumbíu.
Katrín Guðjónsdóttir
Katrín Guðjónsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 15. ágúst, 1887. Katrín fór vestur til Manitoba í Kanada árið 1902. Faðir hennar, Guðjón Ingimundarson flutti vestur þangað árið 1892. Sigurður, bróðir hans fór vestur 1902 og má gera ráð fyrir að hann og Katrín hafi verið samferða.
Árni Sigurðsson
Árni Sigurðsson fæddist 24. nóvember, 1871. Dáinn 7. janúar, 1961. Maki: 2. nóvember, 1900 Guðrún Bergsteinsdóttir f. 17.febrúar, 1875. Dáin 22.maí, 1942. Börn: 1. Margrét Árnadóttir f. 30. maí, 1901, d. 8. maí, 1930. Fluttu vestur frá Vestmannaeyjum árið 1904 og fóru til Manitoba í Kanada. Bjuggu í Selkirk.
