Ólöf Sigríður Söebeck fæddist í Strandasýslu 25. júlí, 1888. Maki: Jón Ólafsson, upplýsingar un hann vantar. Börn: Upplýsingar vantar. Ólöf er skráð í Ísafjarðarsýslu árið 1910, fer þaðan vestur til Kanada. Hvort maður hennar hafi verið samferða eða hún kynnst honum vestra er ekki ljóst.
Ólína Jónsdóttir
Ólína Jónsdóttir fæddist í Strandasýslu 29. september, 1861. Ógift og barnlaus. Fór til Vesturheims fulltíða, óvíst hvenær eða hvert.
Ólafur Ólafsson
Ólafur Ólafsson fæddist í Strandasýslu 25. apríl, 1858. Dáinn í New York 13. febrúar, 1944. Maki: Helen A. Chittick. Börn: 1. Helen 2. Stanley 3. Harold. Ólafur flutti vestur til New York árið 1887 þar sem hann bjó alla tíð. Hann vann fyrst ýmsa verkamannavinnu, síðan við skipasmíðar og loks húsbyggingar. Árið 1909 tók hann þátt í stofnun banka og …
Ólafur Jónsson
Ólafur Jónsson fæddist í Dalasýslu 2. október, 1863. Dáinn í Victoria í Bresku Kólumbíu 10. janúar, 1941. Oliver Johnson vestra. Maki: 19. maí, 1888 Guðrún Arnfinnsdóttir f. í Snæfellsnessýslu árið 1862, d. í Victoria 8. maí, 1915. Börn: 1. Jón Valdimar f. 4. ágúst, 1889, d. 21. mars, 1963 2. Björn Ingimar f. 10. desember, 1890, d. 12. janúar, 1964 …
Magdalena Jónatansdóttir
Magdalena Jónatansdóttir fæddist í Dalasýslu árið 1866. Dáin í Nýja Íslandi 3. apríl, 1911. Maki: 1907 Guðmundur Magnús Jónsson f. 29. maí, 1873 í Húnavatnssýslu, d. 26. október, 1952 í Nýja Íslandi. Barnlaus. Það er óljóst hvaða ár Magdalena fór vestur. Guðmundur Magnús fór árið 1900 frá Búrfelli í Húnavatnssýslu samferða Jóhannesi Péturssyni og konu hans, Salóme Jónatansdóttur. Það er …
Kristmann Á Bjarnason
Kristmann Ágúst Bjarnason fæddist í Strandasýslu 21. ágúst, 1895. Barn. Hann fór til Vesturheims árið 1902 með foreldrum sínum, Bjarna Davíðssyni og Önnu Kristmannsdóttur. Upplýsingar vantar um Kristmann vestra.
Bjarni Davíðsson
Bjarni Davíðsson fæddist í Húnavatnssýslu 23. júní, 1862. Dáinn í Mikley í Nýja Íslandi 17. febrúar, 1923. Maki: Anna Sesselja Kristmannsdóttir f. 25. maí, 1866 í Mýrasýslu. Börn: 1. Kristmann Ágúst f. 21. ágúst, 1895. Þau fluttu til Vesturheims árið 1902 og fóru til Manitoba. Bjuggu síðast í Mikley í Nýja Íslandi.
Jón Pálsson
Jón Pálsson fæddist í Strandasýslu árið 1874. Ókvæntur og barnlaus. Hann var sonur Páls Einarssonar og Ingveldar Magnúsdóttur í Þrúðardal. Var léttadrengur á Ljúfustöðum árið 1890 þar sem systir hans Jónný Guðbjörg var vinnukona. Hefur síðan farið til Vesturheims fyrir aldamótin og sest að í N. Dakota. Upplýsingar um hann vestra vantar.
Jón Magnússon
Jón Magnússon fæddist 7. desember, 1882 í Strandasýslu. Ókvæntur og barnlaus. Hann fór vestur til Winnipeg í Manitoba á fyrsta áratug 20. aldar. Settist að á Gimli í Nýja Íslandi þar sem hann stundaði fiskveiðar.
Guðrún Ólafsdóttir
Guðrún Ólafsdóttir fæddist í Strandasýslu árið 1868. Dáin í Mouse River byggð 13. desember, 1947. Maki: Guðbjartur Jónsson fæddist árið 1866 í Strandasýslu. Dáinn 24. september, 1939 í Mouse River byggð. Börn: 1. Níels f. 1899, Justice Nels Johnson vestra. Dáinn 2. desember, 1958 2. Þórunn Lilja f. 27. september, 1901 í Mouse Riverbyggð 3. Einar 4. O. W. 5. …
