Jón Björn Guðbrandsson fæddist í Dalasýslu 20. ágúst, 1873. Barn. Jón Björn var sonur Guðbrands Guðbrandssonar eldra á Leiðólfsstöðum og Kristínar Bjarnadóttur. Faðir hans lést fyrir fæðingu Jóns en Kristín giftist seinna Bjarna Jónssyni og þau fluttu vestur til Manitoba árið 1883 og settust að í Nýja Íslandi. Var Jón Björn með þeim.
Helga Jósepsdóttir
Jón Á Björnsson
Jón Ágúst Björnsson fæddist 17. ágúst, 1888 í Kanada. Dáinn í Lundar 31. desember, 1964. John August Bjornson vestra. Maki: Anna Sigríður Sveinsdóttir f. 18. ágúst, 1892 í N. Múlasýslu, d. 13. maí, 1936 í Lundar. Börn: 1. Sveinn Þorbergur f. 1916, d. 1978 2. Björn (Barney) Hallgrímur f. 1918 3. Fjóla Jóhanna f. 1921 4. Laufey Guðbjörg. Jón Ágúst …
Jóhannes Jónsson
Jóhannes Jónsson fæddist í Dalasýslu árið 1850. Ógiftur og barnlaus. Jóhannes var sonur Jóns Péturssonar á Ytri-Hrafnabjörgum og Þorbjargar Hannesdóttur. Hann fór vestur eftir 1870 en hvert er óljóst. Þá er ekkert um hann að finna vestra.
Jóhanna K Þorvarðsdóttir
Jóhanna Kristín Þorvarðsdóttir fæddist 30. desember, 1887 í Dalasýslu. Dáin í Minneapolis 21. mars, 1919 eftir barnsburð. Maki: Karel Sveinsson Kjarval f. 16. mars, 1887, d. í Chicago árið 1969. Börn: 1. drengur f. 6. mars, 1919, d. sama ár. Jóhanna fór vestur á fyrsta áratug 20. aldar. Hún settist að í Minneapolis í Minnesota og bjó þar alla tíð.
Jóhanna T Jónsdóttir
Jóhanna Theódóra Jónsdóttir fæddist 31. júlí, 1903 í Dalasýslu. Barn. Jóhanna fór vestur til Kanada árið 1905 með foreldrum sínum, Jóni Böðvarssyni og Höllu Arngrímsdóttur. Þau settust að í Alberta nálægt Markerville. Frekari upplýsingar um hagi Jóhönnu vantar.
Þórður Einarsson
Þórður Einarsson fæddist í Árnessýslu 7. september, 1875. Anderson vestra. Maki: 1910 Jóhannía (Jóhannína) Guðmundsdóttir fæddist 27. júní, 1877 í Dalasýslu. Anderson vestra. Börn: upplýsingar vantar. Þórður fór vestur til Winnipeg árið 1900 og þaðan, eftir fáein ár til Duluth í Minnesota. Hann fór vestur til Blaine í Washington árið 1902 þar sem hann bjó í fimm ár. Árið 1907 sest …
Jóhanna Guðmundsdóttir
Jóhanna Guðmundsdóttir fæddist 10. desember, 1863 í Dalasýslu. Jóhanna var dóttir Guðmundar Hannessonar og Málfríðar Sigurðardóttur. Hún mun hafa farið vestur um 1900 og sest að í Pembina, N. Dakota.
Sigursteinn Jóhannesson
Sigursteinn Jóhannesson fæddist árið 1892. Dáinn í Regina í Saskatchewan árið 1971. Steini Einarson vestra. Maki: 2. júní, 1926 Jensína Halldórsdóttir fæddist í Dalasýslu 2. júní, 1899, d. í Regina árið 1974. Börn: 1. Jónína Elín f. 8. júní, 1927 2. Anna May f. 6. maí, 1932 3. Jón Halldór Jóhannes f. 23. mars, 1939, d. 29. mars, 1939. Sigursteinn …
Jakobína Jósefsdóttir
Jakobína Jósefsdóttir fæddist í Dalasýslu 18. nóvember, 1890. Maki: Joe Panss, af norskum ættum. Börn: upplúsingar vantar. Jakobína fór vestur til Kanada eftir 1910 og mun hafa farið vestur til Vancouver og búið þar.
