Elías Einarsson fæddist í Borgarfjarðarsýslu eftir 1880. Elias Olson vestra. Maki: Marta (Martha) Magnúsdóttir. Börn: upplýsingar vantar. Elías flutti vestur til Winnipeg árið 1877 með foreldrum síum, Einari Ólafssyni og Guðbjörgu Ólafsdóttur. Elías flutti til Spy Hill,eins og bræður hans, Ólafur og Einar. Þaðan lá svo leið hans og Mörtu til Edmonton. Marta var dóttir Magnúsar Ingimarssonar og Vilborgar Hannesdóttur.
Guðný Guðmundsdóttir
Guðný Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík í Gullbringusýslu árið 1889. Johnson vestra Ógift. Barnlaus. Guðný var dóttir Guðmundar Jóhannessonar af Norðurlandi og Sigríðar Ólafsdóttur frá Akranesi sem bjuggu í Reykjavík árið 1890. Guðný fór vestur til Winnipeg árið 1902 og dvaldi þar einhvern tíma áður en hún fór vestur til Einars Einarssonar (Olson) í Spy Hill. Hann hafði þá misst konu …
Guðbjörg Ólafsdóttir
Guðbjörg Ólafsdóttir fæddist árið 1845 í Borgarfjarðarsýslu. Dáin árið 1930 í Saskatchewan. Maki: Einar Ólafsson f. í Borgarfjarðarsýslu árið 1831. Dáinn í Saskatchewan árið 1900. Börn: 1. Ólafur f. 1876 2. Einar f. 1878 3. Halldóra f. 1878 (tvíburi) Flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 og þaðan áfram til Langenburg sem nú er í Saskatchewan. Héldu þaðan áfram vestur …
Helga K Bjarnadóttir
Helga Kristín Bjarnadóttir fæddist 5. mars, 1878 í Mikley í Nýja Íslandi. Maki: Sigurður Jónasson f. í Dalasýslu 26. apríl, 1878, d. í Saskatchewan 1. mars, 1953 Börn: 1. Stefán f. 1904, d. 10. maí, 1926 Helga var dóttir Bjarna Péturssonar og Valgerðar Sigurðardóttur landnema í Nýja Íslandi og á Mountain í N. Dakota. Sigurður fór vestur til N. Dakota með …
Narfi Narfason
Narfi Narfason fæddist í Vatnabyggð 30. maí, 1891. Maki: Jakobína Gróa Bjarnadóttir f. 3. maí, 1894 í Vatnabyggð. Börn: 1. Anna Margaret f. 27. júní, 1917. Narfi var sonur Guðbrands Narfasonar og Önnu Maríu Eiríksdóttur sem vestur fluttu árið 1883. Foreldrar Jakobínu voru Bjarni Jasonarson og Guðrún Eiríksdóttir bændur við Foam Lake í Saskatchewam. Narfi varð stórbóndi í Vatnabyggð og …
Rósa Jóhannesdóttir
Guðrún Rósa Jóhannesdóttir fæddist 1861 í Eyjafjarðarsýslu. Maki: 1887 Jón Sigfússon f. í Eyjafjarðarsýslu árið 1857, d. árið 1937 í Vatnabyggð. Thorlacíus vestra Börn: 1. Bjarni J f. 1891 2. Sigfús Daníel f. 1898. Foreldrar Guðrúnar, Jóhannes Bjarnason og Lilja Guðrún Daníelsdóttir fluttu vestur árið 1883 með systkini Guðrúnar. Hún og Jón fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1889 og …
Hildur J Jónsdóttir
Hildur Jósefína Jónsdóttir fæddist árið 1838 í Snæfellsnessýslu. Maki: Sigurður Andrésson f. í Barðastrandarsýslu árið 1841. Anderson vestra. Börn: 1. Jón Hjaltalín f. 1871 2. Hjalti f. árið 1875. Þau fluttu vestur til Manitoba árið 1887 og voru fyrst í Winnipeg. Þaðan fluttu þau í Hólarbyggð í Saskatchewan.
Jóhanna R Jónsdóttir
Jóhanna Rósa Jónsdóttir fæddist 2. ágúst, 1872 í Eyjafjarðarsýslu. Dáin 7. desember, 1925 í Saskatchewan. Maki: Tryggvi Þorsteinsson f. 23. apríl, 1864 í Árnessýslu. Dáinn í Saskatchewan 22. september, 1940. Börn: 1. Jón f. 1. júní, 1892 2. Helga f. 1. desember, 1900. Tryggvi fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1888 og vann hjá bændum nærri Brandon um uppskerutímann það …
Olga Nielsen
Olga Nielsen fæddist 31. janúar, 1888 í Ísafjarðarsýslu. Maki: Björn Stefánsson fæddist 29. október, 1871 í N. Múlasýslu. Dáinn í Roseau í Minnesota 28. ágúst, 1962. Börn: 1. Stefán 2. Guðrún 3. Anna Katrín 4. Jónas. Olga var fárra mánuða þegar móðir hennar, Guðrún Halldórsdóttir og seinni maður hennar, Magnús Davíðsson fluttu vestur árið 1888. Faðir Olgu var Sophus Jörgen Nielsen, …
Oscar J Asbjornson
Óskar Jósefsson fæddist í Lincoln sýslu í Minnesota 17. mars, 1890. Dáinn 28. júlí, 1972 í Cascade í Fergus sýslu í Montana. Oscar Joseph Asbjornson vestra. Maki: 1910 Gunnþórunn Jónsdóttir f. 9. apríl, 1888 í Lincoln sýslu í Minnesota, d. 16. júlí, 1972 í Montana. Thora Strand vestra. Börn: 1. Julian Orlando f. 18. janúar, 1911 2. Margrét Ólöf f. …
