Helgi Tómasson fæddist á Gimli í Manitoba 25. september, 1892. Maki: Af þýskum ættum Börn: Upplýsingar vantar Helgi ólst upp hjá föður sínum, Tómasi Björnssyni sem vestur fór 13 ára gamall til Nýja Íslands árið 1876. Árið 1911 flutti Tómas til Steep Rock í Manitoba þar sem hann stundaði bæði fiskveiðar og kvikfjárrækt.
Guðbjörg Eiríksdóttir
Guðbjörg Eiríksdóttir fæddist í Mýrasýslu árið 1863. Skráð Johnson vestra. Ókvænt og barnlaus. Guðbjörg fór vestur til Winnipeg í Manitoba á síðasta áratug 19. aldar. Trúlega fór hún strax til systur sinnar, Helgu, sem fór vestur áríð 1886 með manni sínum Sigmundi Bárðasyni og börnum. Þau bjuggu í Argylebyggð. Guðbjörg settist að í Glenboro og bjó þar.
Páll B Árnason
Páll Bjarni Árnason fæddist 26. maí, 1896 í Dundee í Alberta. Paulson vestra. Maki: Sigríður Sigurðardóttir Börn: 1. Emily Aðalbjörg 2. Steinunn Jóhanna. Sigríður átti fyrir dóttur sem Unnur hét. Páll ólst upp í Glenboro en flutti til Virden í Manitoba árið 1920 þar sem hann stundaði landbúnað um tíu ára skeið. Flutti þaðan árið 1930 til Glenboro og bjó …
Tryggvi Skaftason
Tryggvi Skaftason fæddist í Nýja Íslandi 27. apríl, 1878. Tryggvi S. Arason vestra. Maki: Ólöf Siggeirsdóttir f. 17. júní, 1889 í Winnipeg. Börn: 1. Elmer f. 24. apríl, 1914 2. Stanley Skafti f. 19. janúar, 1917 3. Brian Hermann Siggeir 4. Allan 5. Lloyd. Tryggvi ólst upp í heimahúsum í Argylebyggð og tók við búi föður síns ásamt bræðrum sínum …
Eyjólfur Ísfeld Einarsson
Eyjólfur Ísfeld Einarsson fæddist árið 1882 í S. Múlasýslu. Maki: Kristjana Gísladóttir f. í Eyjafjarðarsýslu árið 1868. Kristjana fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1905 og þangað fór Eyjólfur árið 1910. Þau bjuggu í Glenboro.
Hermann S Josephson
Hermann Sigurín Josephson fæddist í Lincolnbyggð í Minnesota 24. febrúar, 1889. Ókvæntur og barnlaus. Hermann ólst upp hjá foreldrum sínum, Sigurín Vigfússyni og Rósu Pálsdóttur í Lincolnbyggð í Minnesota. Flutti til Glenboro í Manitoba árið 1920 og keypti bújörð norðaustur af bænum.
Árni Halldórsson
Árni Halldórsson fæddist í Snæfellsnessýslu árið 1858. Maki: Sigríður Sigurðardóttir f. 1858 í Snæfellsnessýslu. Börn: 1. Ástfríður f. 1890 2. Lárus f. 1892 3. Súsanna Laufey f. 1895 4. Guðríður f. 1898 5. Kristín. Ástfríður og Guðríður fóru ekki vestur. Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba á fyrsta áratug 20. aldar og fóru þaðan fljótlega til Glenboro. Bjuggu þar …
Friðjón K Björnsson
Friðjón Kristinn Björnsson fæddist 27. nóvember, 1889 í Hallson í N. Dakota. John Christie vestra Maki: Guðbjörg Bjarnadóttir f. 1887 í N. Þingeyjarsýslu. Hún giftist Þorsteini Bergssyni Mýrdal en hann dó í Manitoba 27. desember, 1921. Börn: Emily Sigurlaug. Guðbjörg átti frá fyrra hjónabandi 1. Bergsteinn 2. Sigríður Bjarney 3. Guðmundur Friðrik 4. Þorgerður Laufey 5. María Harriet Þorsteina. Friðjón …
Guðrún S Jóhannsdóttir
Guðrún Sigurlína Jóhannsdóttir fæddist við Manitobavatn eftir 1890. Barrett var hennar eftirnafn vestra. Maki: George I. H. Barrett, kanadískur. Börn: Alex Guðrún var dóttir Jóhanns Jóhannssonar úr Skagafirði og konu hand, Sigríðar Ólafsdóttur úr Húnavatnssýslu. Þau bjuggu á Big Point í Manitoba og þar ólst Guðrún upp. Flutti með manni sínum til Glenboro og bjó þar lengstum.
Jóhanna Benonísdóttir
Jóhanna Vilhelmína Elísa Benonísdóttir fæddist 23. september, 1888 í Argylebyggð. Robert var hennar eftirnafn. Maki: Af frönskum ættum. Börn: 1. Jónas Henry 2. Júlía Melba. Jóhanna var dóttir Benonís Guðmundssonar frá Ferjubakka í Mýrasýslu. Móðir hennar var Margrét Bjarnasóttir. Jóhanna ólst upp í Argylebyggðinni og giftist þar. Hún rak kvenfataverslun í Glenboro um árabil.
