Sólveig María Guðnadóttir fæddist 1880 í S. Múlasýslu. Var Lawson í Vesturheimi. Maki: Sam Lawson af írskum ættum. Dáinn 1929. Fluttu í Pine Valley byggð árið 1918 og keyptu lóö í Piney þorpi. Byggðu þar veitingastað og smáverslun
Skapti V Kristjánsson
Skapti Valdimar Kristjánsson Eyford fæddist í Roseau 5. ágúst, 1896. Maki: Andrea Hólmfríður Anderson Skapti flutti með foreldrum sínum, Kristjáni Sigurðssyni Eyford og Guðríði Halldóru Jónsdóttur frá Roseau í Pine Valley byggð um 1900. Bjó hjá þeim þar til móðir hans lést 1906 en þá fór hann til systur sinnar, Þóru Margrétar og hennar manns, Einars Einarssonar bónda þar í …
Björn Sigurðsson
Björn Sigurðsson fæddist í Winnipeg 13. september, 1894. Maki: Kona af enskum ættum. Börn: upplýsingar vantar. Björn flutti í Pine Valley byggð með foreldrum sínum árið 1905 og ólst þar upp. Keypti land í byggðinni 1919 og bjó þar. Frekari upplýsingar vantar.
Kristinn N Jónsson
Kristinn Normann Jónsson fæddist í Brandon, Manitoba. Maki: Sigríður Sigurðardóttir fædd í Winnipeg. Kristinn var sonur Jóns Normanns Jónssonar og Guðrúnar Halldórsdóttur frá Ísafirði. Guðrún missti mann sinn og kvæntist aftur. Seinni maður hennar var Magnús Davíðsson og ólst Kristinn upp hjá þeim. Hann flutti með þeim í Pine Valley byggðina árið 1900 og vann með stjúpa sínum við búskapinn. …
Gestur Jóhannesson
Gestur Jóhannesson fæddist 8. ágúst, 1889 í Roseau í Minnesota. Maki: Þórunn Jónsdóttir frá Akurey í Rangárvallasýslu f. 1882 Gestur flutti með foreldrum sínum, Jóhannesi Jóhannssyni og Guðrúnu Sigríði Halldórsdóttur frá Roseau í Pine Valley byggð árið 1900.
Þorsteinn Pétursson
Þorsteinn Pétursson fæddist í N. Múlasýslu. Maki: Ingibjörg Arnfríður Eiríksdóttir f. í N. Múlasýslu árið 1870. Börn: 1. Pétur Sigurður 2. Gunnar Eiríkur 3. Loftur J Júlíus Þorsteinn fór vestur til Nýja Íslands árið 1876 með fósturforeldrum sínum, Eyjólfi Eyjólfssyni og Guðrúnu Hallgrímsdóttur. Bjó þar hjá þeim fyrstu þrjú árin en flutti því næst til Winnipeg. Þar bjó hann til …
Guðmundur Egilsson
Guðmundur Egilsson fæddist í Hallson í N. Dakota 1886. Anderson vestra Maki: Ingibjörg Sigmundsdóttir ættuð úr Skagafirði. Foreldrar Guðmundar voru Egill Gíslason og Ólína María Björnsdóttir sem fluttu vestur 1883. Egill lést 1886 og giftist Ólína nokkrum árum síðar Sigurði Andréssyni. Hann skrifaði sig Anderson í Vesturheimi og tók Guðmundur nafn hans. Guðmundur fylgdi móður sinni og Sigurði frá N. …
Eymundur Jónsson
Eymundur Jónsson var fæddur í A. Skaftafellssýslu 23. desember, 1840. Dáinn 1927. Maki: Halldóra Stefánsdóttir f. 18. ágúst, 1844 í A. Skaftafellssýslu. Börn: 1. Sigríður f. 1866 2. Stefán f. 1867 3. Björn f. 1872 4. Lovísa f. 1874 5. Karl 1876 6. Ásmundur f. 1878 7. Jóhann f. 1880 8. Margrét f. 1882 9. Stefán f. 1884 10. Höskuldur …
Einar Einarsson
Einar Einarsson fæddist í Nýja Íslandi árið 1877. Maki: Þóra Margrét Kristjánsdóttir (Eyford) f. í N. Dakota 27. desember, 1886. Börn: Ólu upp stúlku, Helenu Oddrúnu. Fluttu frá N. Dakota árið 1900 í Pine Valley byggð í Manitoba.
Jóhannes P Eyjólfsson
Jóhannes Páll Eyjólfsson fæddist árið 1863 í Snæfellsnessýslu. Maki: 1903 Margrét Jónsdóttir f. 1873 í Gullbringusýslu. Hún var alsystir Erlends Jónssonar í Pine Valley byggð. Börn: 1. Óskar 2. Leifa 3. George 4. Karl. Jóhannes lærði gullsmíði í Reykjavík, fór til Kaupmannahafnar og þaðan vestur til Norður Dakota árið 1886. Vann bæði þar og í Kanada en flutti í Pine …
