Steinunn Anna Pálmadóttir fæddist á Gimli 27. júlí, 1903. Dáinn í Winnipeg 3. október, 1971. Anna Lárusson vestra. Ógift. Barn: Hjálmar Benedikt Lárusson. Steinunn var dóttir Pálma Lárussonar og Guðrúnar Steinsdóttur, sem vestur fluttu árið 1893 og settust að í Nýja Íslandi. Þar ólst Steinunn upp, gekk í skóla en fór ung að vinna fyrir sér. Sjá meira í Atvinna …
Sigursteinn Lárusson
Sigursteinn Pálmason fæddist í Nýja Íslandi 1. janúar, 1898. Dáinn í Winnipeg árið 1968. Lárusson vestra. Maki: Phyllis Smith. Börn: Upplýsingar vantar svo og um maka. Sigursteinn var sonur Pálma Lárussonar og Guðrúnar Steinsdóttur sem bjuggu á Gimli í Nýja Íslandi.
Benedikt Ó Lárusson
Lárus P Lárusson
Lárus Pálmi Pálmason fæddist á Gimli í Nýja Íslandi 29. ágúst, 1895. Dáinn í Nýja Íslandi 28. ágúst, 1918. Lárusson vestra. Maki: Kristiana Cora Orr. Börn: Upplýsingar vantar, einnig um maka. Lárus var sonur Pálma Lárussonar og Guðrúnar Steinsdóttur sem fluttu til Vesturheims árið 1893 og settust að á Gimli.
Jóhannes Lárusson
Jóhannes Lárusson fæddist 11. september, 1872 í Snæfllsnessýslu. Dáinn í Vancouver 29. júlí, 1945. Maki: 15. desember, 1916 Jóhanna Jónsdóttir f. í V. Skaftafellssýslu 22. júlí, 1869, d. í Vancouver 22. febrúar, 1967. Barnlaus. Jóhanna flutti til Vesturheims í október árið 1910 og fór fyrst til Winnipeg. Þaðan lá leið hennar vestur að Kyrrahafi þar sem hún settist að í …
Jóhanna Jónsdóttir
Jóhanna Jónsdóttir fæddist í V. Skaftafellssýslu 22. júlí, 1869. Dáin í Vancouver 22. febrúar, 1967. Maki: 15. desember, 1916 Jóhannes Lárusson f. 11. september, 1872 í Snæfllsnessýslu, d. í Vancouver 29. júlí, 1945. Barnlaus. Jóhanna flutti til Vesturheims í október árið 1910 og fór fyrst til Winnipeg. Þaðan lá leið hennar vestur að Kyrrahafi þar sem hún settist að í …
Kristín Ármannsdóttir
Kristín Ármannsdóttir fæddist í Lundarbyggð í Manitoba 17. maí, 1914. Christine Lansdown vestra. Maki: 1937 William Earnest Lansdown f. 5. júlí, 1915, enskur uppruni. Börn: Beverly f. 1939 2. Robert f. 1940, d. 1963 3. Lorna f. 1942 4. Lynn f. 1945 5. Patricia f. 1948. Kristín var dóttir Ármanns Þórðarsonar og seinni konu hans, ekkjunnar Solveigar Bjarnadóttur. Kristín og …
Ástríður Sveinsdóttir
Ástríður Björg Sveinsdóttir fæddist í N. Dakota árið 1894, tvíburi. Dáin árið 1964. Lóa Schultz vestra. Maki: William Schultz. Börn: upplýsingar vantar. Ástríður var dóttir Sveins Kristjánssonar og Veroníku Þorkelsdóttur, landnema í N. Dakota 1883 og í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1905. William var lögreglumaður og vann vinnu sína víða í Kanada
Vernharður Sveinsson
Vernharður Sveinsson fæddist í Winnipeg Beach í Nýja Íslandi 11. mars, 1894. Maki: Frieda Brown. Börn: upplýsingar vantar. Vernharður var sonur Sveins Kristjánssonar og Veroníku Þorkelsdóttur landnema í N. Dakota 1883 og Vatnabyggð árið 1905. Þar óls Vernharður upp og gekk í skóla. Hann var í kanadíska hernum í Evrópu 1915-1919. Eftir það vann hann við úrsmíðar og rak eigin …
Jón Sveinsson
Jón Halldór Sveinsson fæddist í Húsavík í Nýja Íslandi 9. mars, 1893. Upplýsingar vantar um hjúskap og börn Jón var sonur Sveins Kristjánssonar og Veroníku Þorkelsdóttur, landnema í Nýja Íslandi árið 1883 og Vatnabyggð í Saskatchewan 1905. Jón gekk í kanadíska herinn og gengdi herþjónustu 1916-1919. Hann gerði við vélar í Wynyard einhvern tíma en flutti svo þaðan til Chicago.
