Þórður Þórðarson fæddist 3. janúar, 1887 í Garðar í N. Dakota. Dáinn í Vancouver 7. apríl, 1966. Maki: 2. janúar, 1917 Þórdís Tómasdóttir f. í Eyjafjarðarsýslu 19. september, 1887. Börn: 1. Carl Jónas, d. 1960. Frekari upplýsingar vantar. Þórður var sonur Þórðar Gunnarssonar og Auðar Grímsdóttur, landnema í Garðarbyggð árið 1882. Þar lést Þórður árið 1876. Þórdís var dóttir Tómasar …
Björg Jörundsdóttir
Björg Jörundsdóttir fæddist í Borgarfjarðarsýslu 9. janúar, 1872. Dáin 4. janúar, 1954 í Vancouver. Maki: 1)1898 Stearne Tighe 2) 16. nóvember, 1942 Valdimar Daníelsson f. árið 1892 vestra. Barnlaus. Björg var dóttir Jörundar Sigmundssonar og Auðar Grímsdóttur. Hún flutti til Vesturheims árið 1882 með móður sinni og stjúpföður, Þórði Gunnarssyni og systrum. Þau settust að í Garðarbyggð í N. Dakota. …
Arnþrúður Gunnlaugsdóttir
Arnþrúður Gunnlaugsdóttir fæddist í Pembina, N. Dakota 19. janúar, 1899. Dáin 21. nóvember, 1980. Maki: 1918 Sigtryggur Guðmundsson f. í Skagafjarðarsýslu 14. febrúar, 1874, d. í Wynyard, Saskatchewan 14. desember, 1952. Goodman vestra. Börn: 1. Pálmi f. 21. september, 1919 2. Halldóra f. 6. febrúar, 1921 3. Gunnlaugur f. 27. október, 1922 4. Lilja Sigríður f. 12. september, 1925 5. …
Pálína G Halldórsdóttir
Pálína Guðbjörg Halldórsdóttir fæddist 29. mars, 1893 á Gimli í Nýja Íslandi. Maki: 3. september, 1914 Þorsteinn Gíslason f. í Öræfum í A. Skaftafellssýslu 1. maí, 1885. Börn: 1. Guðný f. 17. júlí, 1916, d. í Winnipeg 12. ágúst, 1940 2. Halldóra f. 13. mars, 1918 3. Gísli f. 10. maí, 1919, drukknaði í Manitobavatni árið 1969 4. Halldór f. …
Ragnar Jónsson
Ragnar Jónsson fæddist í N. Múlasýslu 13. mars, 1909. Tók föðurnafn föður síns, skrifaði sig Ragnar Stefánsson. Dáinn á Íslandi 19. apríl, 1988. Maki: 1) 6. mars, 1937 Mildred Elizabeth, þau skildu 2) 20. mars, 1948 María Viktoría Sveinbjörnsdóttir f. 11. ágúst, 1914. Börn: Með Mildred 1. David Ragnar f. 26. mars, 1938 2. Mildred Elizabeth f. 18. júlí, 1941. …
Stefán Jónsson
Stefán Jónsson fæddist í Seyðisfirði, N. Múlasýslu 23. október, 1906. Tók föðurnafn föður síns, skrifaði sig Stefán Stefánsson vestra. Ókvæntur og barnlaus. Stefán var sonur Jóns Stefánssonar og Solveigar Jónsdóttur. Hann fór vestur árið 1919 með móður sinni og hóf nám í menntaskóla. Lærði pípulagnir og vann við það í Maryland. Bjó lengi hjá Valgerði, systur sinni og fjölskyldu hennar.
Jón M Jónsson
Jón Múli Jónsson fæddist í N. Múlasýslu 21. ágúst, 1905. Dáinn í bílslysi í Baltimore árið 1941. Tók föðurnafn föður síns vestra, Jón M Stefánsson. Ókvæntur og barnlaus. Jón var sonur Jóns Stefánssonar og Solveigar Jónsdóttur í Baltimore. Hann flutti þangað með móður sinni árið 1919 og hóf strax nám í menntaskóla. Seinna gekk hann í verslunarskóla. Vann eitthvað verslunarstörf.
Haraldur Friðjónsson
Haraldur Friðjónsson fæddist í Glenboro árið 1892. Dáinn í Vancouver árið 1967. Harold Fredrickson vestra. Maki: 1) Emilía (Emily) Halldórsdóttir f. í Winnipeg árið 1895, dáin úr Spænsku veikinni um áramótin 1918-19. Emily Halldórss0n vestra. 2) Kona af erlendum ættum. Börn: Með Emilíu 1. Dorothy Grace f. 1914, d. 1985 2. Robert Harold f. 18. október. 1916. Haraldur var sonur …
Herdís M Jónsdóttir
Herdís Margrét Jónsdóttir fæddist 8. ágúst, 1891 í Winnipeg. Herdis M. E. Fredrickson vestra. Maki: Kári Friðjónsson fæddist í Glenboro í Manitoba 15. október, 1888. Dáinn árið 1972 í Vancouver. Kári Fredrickson vestra. Börn: 1. John F. f. í Winnipeg 9. nóvember, 1915, d. 1. mars, 1949 2. Theodore f. í Winnipeg 23. mars, 1918 3. Margaret Cecilia f. í …
Kári Friðjónsson
Kári Friðjónsson fæddist í Glenboro í Manitoba 15. október, 1888. Dáinn árið 1972 í Vancouver. Kári Fredrickson vestra. Maki: Herdís Margaret Jónsdóttir f. 8. ágúst, 1891. Börn: 1. John F. f. í Winnipeg 9. nóvember, 1915, d. 1. mars, 1949 2. Theodore f. í Winnipeg 23. mars, 1918 3. Margaret Cecilia f. í Winnipeg árið 1924. Kári var sonur Friðjóns …
