Gunnlaugur Sigurðsson fæddist 10. september, 1860 í Eyjafjarðarsýslu. Dáinn 20. maí, 1929 í Alberta. Maki: Margrét Jónsdóttir, upplýsingar vantar. Börn: upplýsingar vantar. Gunnlaugur fór vestur til Kanada árið 1887 og fór til Brandon í Manitoba. Var þar út árið og fór þaðan til Winnipeg. Dvölin þar var stutt, hann fór vestur að Kyrrahafi og var í Vancouver einhvern tíma. Árið …
Magnús Steinsson
Magnús Steinsson fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1861. Maki: 1890 í Calgary Ásta Salvör Þorvarðardóttir f. í Ísafjarðarsýslu árið 1857. Börn: 1. Þorsteinn Óskar, d. ungur 2. Össur Kristján 3. Ásta 4. Guðrún. Magnús flutti vestur til Winnipeg árið 1883 og vann á ýmsum stöðum í Manitoba, helst járnbrautavinnu. Flutti vestur til Calgary árið 1890, kvæntist það ár og nam svo …
Sigríður Benónísdóttir
Sigríður Benónísdóttir fæddist árið 1853 í Húnavatnssýslu. Maki: Sigurður Jónsson f. í Húnavatnssýslu árið 1850. Barnlaus. Sigurður og Sigríður flutti vestur um haf árið 1887 með Nikulás, Jón Ástvaldur fór vestur ári síðar. Þau komu fyrst til Winnipeg en fóru fljótlega þaðan suður til N. Dakota. Árið 1889 fluttu þau vestur til Calgary og þaðan norður í Alberta nýlenduna árið …
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1850. Maki: 1) Solveig Nikulásdóttir d. á Íslandi 2) Sigríður Benónísdóttir f. árið 1853 í Húnavatnssýslu. Börn: Með Solveigu 1. Nikulás f. 1875 2. Jón Ástvaldur f. 1877. Sigurður og Sigríður flutti vestur um haf árið 1887 með Nikulás, Jón Ástvaldur fór vestur ári síðar. Þau komu fyrst til Winnipeg en fóru fljótlega þaðan …
Ólafur Guðmundsson
Ólafur Guðmundsson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1850. Dáinn í Toronto 25. desember, 1917. Ókvæntur og barnlaus Flutti vestur til Kanada árið 1873 og settist að í Toronto. Vann þar við trésmíði alla tíð.
Sigurbjörg Guðmundsdóttir
Sigurbjörg Guðmundsdóttir fæddist árið 1851 í Skagafjarðarsýslu. Maki: Jón Gíslason f. í Skagafjarðarsýslu árið 1849. Barnlaus en Jón átti fyrir tvo sonu 1. Stefán f. 1879 2. Sigurður. Þau fluttu vestur frá Garðakoti í Skagafirði árið 1886 með Stefán og settust að í N. Dakota. Tveimur árum seinna fluttu þau vestur til Calgary í Alberta og bjuggu þar um tíma. …
Sigríður Magnúsdóttir
Sigríður Magnúsdóttir fæddist í Borgarfjarðarsýslu árið 1864. Maki: Í Calgary Kristján Jóhannsson f. í S. Þingeyjarsýslu árið 1861. Börn: 1. Halldóra Sigríður f. 1887 2. Ármann f. í Kanada árið 1898, upplýsingar um hin börn þeirra vantar, Kristján átti son, Hrómund f. 1885 með Guðrúnu Guðmundsdóttur úr N. Þingeyjarsýslu. Sigríður var dóttir Magnúsar Sigurðssonar og Ingunnar Magnúsdóttur í Skorradal. Kristján …
Þorbergur Eiríksson
Þorbergur Eiríksson fæddist í Mýrasýslu 20. október, 1865. Vog vestra. Maki: 1) Guðríður Jónsdóttir f. 1855, d. 1922 2) Guðlaug Jónsdóttir f. 13. nóvember, 1878. Börn: Með Guðríði 1. Jón f. 21. september, 1889. Með Guðlaugu 1. Sigurrós 2. Bjarnheiður 3. Halldór. Þorbergur og Jón fóru vestur árið 1904, líklega til Eiríks, bróður Þorbergs í Nýja Íslandi. Þaðan lá svo …
Jón Þorbergsson
Jón Þorbergsson fæddist í Reykjavík 21. september, 1889. Maki: 16. desember, 1909 Elísabet Stefánsdóttir f. 5. október, 1891 í S. Múlasýslu, d. 7. apríl, 1989 í Los Angeles. Börn: 1. Helen Iðunn f. 8. febrúar, 1911, d. 29. október, 1996 2. Ragnhildur Bergþóra f. 23. apríl, 1914, d. 5. janúar, 1984 3. Olive Jonina Elizabet f. 22. ágúst, 1915, d. …
Ragnheiður Vigfúsdóttir
Ragnheiður Vigfúsdóttir fæddist 21. janúar, 1854 í Kjósarsýslu. Dáin í Tantallon í Saskatchewan 3. maí, 1941. Johnson vestra. Maki: Jón Jónsson f. 23. ágúst, 1852 í Gullbringusýslu, d. 31. mars,1889, fórst með hákarla- veiðskipinu „ Reykjavík“. Börn: 1. Oddur f. 1870, d. 1934, fór ekki vestur 2. Anna f. 1881, d. 1958 3. Sigurgeir f. 1882, fór ekki vestur 4. …
