Valgerður Magnúsdóttir fæddist í Barðastrandarsýslu 1. desember, 1853. Ógift og barnlaus. Fór til Vesturheims, upplýsingar vantar um vesturför og Valgerði vestra.
Jakob Jónatansson
Jakob Jónatansson fæddist 9. október, 1860 í Húnavatnssýslu. Dáinn á Point Roberts árið 1942. Jacob Jackson vestra. Maki: Vilborg Snorradóttir f. í Gullbringusýslu árið 1853, d. á Point Roberts árið 1923. Börn: Vilborg átti fyrir 1. Guðrún Emilía f. 1874 2. Snorrína Margrét f. 1875 3. Guðný Aðalbjörg f. 1878 4. Ingólfur f. 1879. Þau voru börn Aðalbjörns Jóakimssonar, fyrri …
Guðmundur Sveinsson
Guðmundur Sveinsson fæddist 28. maí, 1830 í Húnavatnssýslu. Dáinn 17. febrúar, 1902 í N. Dakota. Maki: Lilja Oddsdóttir d. á Íslandi árið 1879. Börn: 1. Steinvör Lilja f. 1853 2. Eggert Oliver f. 1855 3. Björn f. 1865 4.Ögmundur Bjarni f. 1872 5. Oddur Sveinn f. 1874. Guðmundur og börn hans fluttu til Vesturheims eftir 1883 og mun Guðmundur hafa …
Anna S Kristmannsdóttir
Anna Sesselja Kristmannsdóttir fæddist 25. maí, 1866 í Mýrasýslu. Maki: Bjarni Davíðsson f. í Húnavatnssýslu 23. júní, 1862, d. í Mikley í Nýja Íslandi 17. febrúar, 1923. Börn: 1. Kristmann Ágúst f. 21. ágúst, 1895. Þau fluttu til Vesturheims árið 1902 og fóru til Manitoba. Bjuggu síðast í Mikley í Nýja Íslandi.
Þuríður Árnadóttir
Þuríður Árnadóttir fæddist 8. október, 1820 í Strandasýslu. Dáin í Victoria í Bresku Kólumbíu. Maki: Kristján Kristjánsson d. á Íslandi 23. september, 1858. Börn: 1. Valgerður f. 1853. Þuríður fór til Kanada á eftir Valgerði sem settist að í Victoria á Vancouvereyju
Þórarinn Thorarensen
Þórarinn Thorarensen fæddist 8. janúar, 1860 í Strandasýslu. Dáinn í Winnipeg 29. mars, 1890. Maki: Thora Ane Sophie Nielsen, upplýsingar vantar. Börn: Þau áttu þrjú börn, upplýsingar vantar um þau. Þórarinn fór vestur eftir 1880 og mun hafa sest að í Winnipeg. Starfaði þar við blikksmíði.
Sæmundur Björnsson
Sæmundur Björnsson fæddist 14. september, 1862 í Strandasýslu. Maki: Ingibjörg Guðmundsdóttir f. í Barðastrandarsýslu árið 1862. Börn: Upplýsingar vantar. Sæmundur fór til Vesturheims um aldamótin. Upplýsingar vantar um hann vestra.
Sigurlaug Jónsdóttir
Sigurlaug Jónsdóttir fæddist 21. febrúar, 1858 í Strandasýslu. Dáin 28. mars, 1932. Eggert Guðmundsson fæddist árið 1855 í Húnavatnssýslu. Dáinn í N. Dakota 26. júní, 1933. Börn: 1. Solveig. Þau fóru vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 og námu land í Beaulieubyggð vestur af Hallson í N. Dakota.
Sigurlaug Jónsdóttir
Sigurlaug Jónsdóttir fæddist 2. október, 1834 í Strandasýslu. Maki: Einar Einarsson fæddist í Barðastrandarsýslu árið 1841. Börn: 1. Björg Sigurrós f. 1869 2. Guðmundur Einar f. 1870. Þau fluttu til Vesturheims eftir 1880. Frekari upplýsingar um þau vestra vantar.
Einar Einarsson
Einar Einarsson fæddist í Barðastrandarsýslu árið 1841. Maki: Sigurlaug Jónsdóttir f. 2. október, 1834 í Strandasýslu. Börn: 1. Björg Sigurrós f. 1869 2. Guðmundur Einar f. 1870. Þau fluttu til Vesturheims eftir 1880. Frekari upplýsingar um þau vestra vantar.
