Ágúst Gísli Sigurðsson fæddist árið 1893 í Húnavatnssýslu. Dáinn í Rochester, N. Y. 20. október, 1936. Barn. Fór til Manitoba skömmu eftir aldamót með foreldrum sínum, Sigurði Oddleifssyni og Margréti Gísladóttur. Upplýsingar vantar um hann vestra.
Margrét Gísladóttir
Margrét Gísladóttir fæddist í Húnavatnssýslu árið 1865. Maki: Sigurður Oddleifsson f. í Strandasýslu 11. september, 1860, d. í Winnipeg 16. ágúst, 1937. Börn: 1. Ágúst Gísli f. 1893, d. í Rochester, N. Y. 20. október, 1936. Sigurður flutti vestur til Manitoba árið 1902 og settist að í Winnipeg. Upplýsingar vantar um vesturför Margrétar og Ágústs.
Þorgeir Sigurðsson
Þorgeir Sigurðsson fæddist í Strandasýslu 1. október, 1878. Barn. Fór vestur til Winnipeg árið 1883 með foreldrum sínum, Sigurði Jónssyni og Valgerði Kristjánsdóttur. Vitað er að hann bjó í Vancouver árið 1953. Frekari upplýsingar vantar.
Valgerður Kristjánsdóttir
Valgerður Kristjánsdóttir fæddist árið 1853 í Húnavatnssýslu. Maki: Sigurður Jónsson f. 3. febrúar, 1853 í Strandasýslu, d. í Winnipeg 9. desember, 1884. Börn: 1. Þorgeir f. 1. október, 1878. Þau fóru vestur til Winnipeg árið 1883.
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson fæddist 3. febrúar, 1853 í Strandasýslu. Dáinn í Winnipeg 9. desember, 1884. Maki: Valgerður Kristjánsdóttir f. 1853 í Strandasýslu. Börn: 1. Þorgeir f. 1. október, 1878. Þau fóru vestur til Winnipeg árið 1883.
Sigrún G Pálsdóttir
Sigrún Guðmundína Pálsdóttir fæddist 18. apríl, 1872 í Strandasýslu. Ógift og barnlaus. Fór til Vesturheims, sennilega fyrir 1890, dó þar af sólsting skömmu eftir komuna þangað.
Sigríður Jónsdóttir
Sigríður Jónsdóttir fæddist í Strandasýslu 30. maí, 1848. Ógift og barnlaus. Fór til Vesturheims árið 1887 með föður sínum, Jóni Jónssyni. Þau fóru til Nýja Íslands.
Sigríður H Gunnarsdóttir
Sigríður Helga Gunnarsdóttir fæddist 31. október, 1886 í Strandasýslu. Barn. Fór vestur 1887 með foreldrum sínum, Gunnari Guðmundssyni og Sigríði Árnadóttur. Þau settust að í Winnipeg. Upplýsingar vantar um hana vestra.
Ragnheiður Sveinsdóttir
Ragnheiður Sveinsdóttir fæddist í Strandasýslu 15. apríl, 1879. Barn. Hún fór vestur til Manitoba árið 1887 með foreldrum sínum, Sveini Magnússyni og Halldóru Guðmundsdóttur. Þau settust að á Gimli í Nýja Íslandi.
Páll Jónsson
Páll Jónsson fæddist 11. október, 1897 í Strandasýslu. Johnson vestra Maki: 25. apríl, 1931 Guðrún Jóhannsdóttir f. í Barðastrandarsýslu árið 1895, d. í Winnipeg árið 1984. Börn: 1. Jóhann Páll f. 25. janúar, 1932 2. Marlene Ólöf Guðrún f. 11. september, 1934. Páll fór fulltíða vestur til Winnipeg en Guðrún fór vestur árið 1911 með foreldrum sínum, Jóhanni Magnússyni og …
