Kandahar

Vesturfarar

 

Sunnan við Big Quill Lake er Kandahar þorp svo nefnt af starfsmönnum Canadian Pacific Railway (C.P.R.) félagsins eftir frækinn sigur Breta í Afganistan seint á 19. öld. Þorpið var eitt minnsta í Vatnabyggð og voru íbúar þorpsins ætíð taldir sem íbúar Big Quill sýslu, ekki þorpsins. Tveir Íslendingar, Kristján Jónsson, sonur Jóns Hjálmarssonar og Önnu Kristjánsdóttur og Torfi Steinsson frá Akureyri og kona hans, Kristrún Pálína Jónsdóttir fóru úr Argylebyggð í Manitoba árið 1910 og settust að í Kandahar. Þar opnuðu Jón og Torfi verslun skömmu seinna og ráku til ársins 1921. Myndin að ofan er tekin árið 1916 í suðvestur. Verslun Jóns og Torfa var í stóra húsinu á miðri mynd.

Á myndinni sjást Gísli Benediktsson, Skafti Torfason (Scott Steinson) og Torfi með hatt. Mynd RbQ