BÆNDAFERÐIR BJÓÐA INNIHALDSRÍKAR PAKKAFERÐIR MEÐ ÍSLENSKRI FARARSTJÓRN UM ALLAN HEIM, ÞAR SEM FÓLK NÝTUR GÓÐS FÉLAGSSKAPAR OG KYNNIST MENNINGU OG NÁTTÚRU MERKRA ÁFANGASTAÐA.
Bændaferðir eiga rætur sínar að rekja til ársins 1965, en þá hófust hinar hefðbundnu rútuferðir fyrir bændur. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og í dag bjóða Bændaferðir upp á fjölbreyttar ferðir um víða veröld sem einskorðast ekki lengur bara við bændur eins og fyrrum daga. Allir sem hafa áhuga á að ferðast áhyggjulaust og kynnast menningu og öðlast fræðslu með íslenskri fararstjórn geta bókað sig í ferð með Bændaferðum.
Við leggjum áherslu á áhugaverðar rútuferðir um Evrópu og Kanada en bjóðum einnig upp á spennandi sérferðir til framandi landa. Hjá okkur er einnig fjölbreytt úrval hreyfiferða þar sem útivist skipar stóran sess. Þess má geta að Bændaferðir eru umboðsaðili World Marathon Majors maraþonanna, þeirra stærstu í heimi. Loks bjóðum við upp á ferðir með fararstjóra til Evrópu fyrir sérhópa af öllu tagi.
Upplifðu draumaferðina þína með Bændaferðum. Við tökum vel á móti þér