Breska Kólumbía

Vesturfarar

Svonefndir Paleo indíánar komu yfir Beringsund á tímabili milli 20.000 og 12.000 árum. Lifnaðarhættir frumbyggja þessa tíma mótuðust af veiðum og tínslu viltra jurta og berja. Smá og stór dýr voru veidd til matar og vegna skinnanna, fastir bústaðir þekktust ekki. Fyrir um 5000 árum fóru hópar að einbeita sér að því sem óx og lifði í þeirra nánasta umhverfi, Smám saman kusu hóparnir sér bólstað og löguðu sig að því sem landið gaf, allt frá svæðum sem náðu frá syðstu mörkum Alaska til nyrstu héraða Bresku Kólumbíu. Sérstakar mállýskur þróuðust og þær svo og mismunandi lifnaðarhættir skiptu frumbyggjum í ættkvíslir sem smám saman dreifðust um allt landið sem í dag er fylkið Breska Kólumbia.  Þegar Evrópubúar fóru að kanna vesturströnd Kanada og komust með því í kynni við frumbyggja kom til alvarlegra árekstra. Líkt og víða í N. Ameríku smituðu evrópskir landnemar frumbuggja álfunnar af ýmsum sjúkdómum sem ónæmiskerfi þeirra réði ekki við. Mikið mannfall varð hvarvetna í byggðum frumbyjja og reis hæst árið 1862 þegar hlaupabólu varð vart í bænumViktoria á Vancouvereyju og fór sem eldur um héruð á vesturströndinni. Evrópskt landnám lagðist illa í frumbyggja en nýlenduherrar kærðu sig kollótta, voru sannfærðir um að landnemar gætu nýtt gæði landsins miklu betur en frumbyggjar og hröktu frumbyggja bur tog eignuðu sér lendur þeirra. Til að tryggja öryggi landnemana voru frumbyggjar markvisst fluttir á útvali svæði með valdi ef þurfti, sem sum hver reyndust alltof lítil til að frumbyggjar gætu lifað eðlilegu lífi. Um 1930 voru sérsvæði frumbyggja í Bresku Kólumbíu um 1500.

Breska Kólumbía, vestasta fylki Kanada, er að mestu hálent. Rakt og milt loftslag ríkir árið um kring og er þar hlýrra en í nokkru öðru fylki landsins. Flestir Íslendingar, sem þangað fóru á Vesturfaratímabilinu, settust að nærri eða í borgunum Victoria og Vancouver. Victoria, höfuðborgin, er á Vancouvereyju en Vancouver er á óseyrum Fraser árinnar, en hún flytur nær allt straumvatn  af vestanverðu fjalllendi fylkisins til sjávar.