Þórður Bjarnason fæddist í Strandasýslu 4. júlí, 1855. Ókvæntur og barnlaus. Hann flutti vestur árið 1883, samferða Sigurði Gíslasyni og Guðrúnu Jónsdóttur og börnum þeirra. Þau settust að í N. Dakota og sennilega hefur Þórður farið með þeim. Hann er skráður landnámsmaður í Akrabyggð. Upplýsingar vantar um Þórð í Vesturheimi.
Þórdís Guðmundsdóttir
Þórdís Guðmundsdóttir fæddist í Strandasýslu 16. september, 1876. Barn. Fór vestur árið 1883 með Sigurði Gíslasyni og Guðrúnu Jónsdóttur . Þau fóru til Winnipeg í Manitoba og þaðan til N. Dakota. Upplýsingar vantar um Þóru vestra.
Guðmundur Jónsson
Guðmundur Jónsson fæddist í Strandasýslu f. 5. september, 1844. Maki: Soffía Björnsdóttir f. 1860 í N. Múlasýslu. Barnlaus. Guðmundur fór vestur árið 1878 og var fyrst í íslensku byggðinni við Minneota í Minnesota. Flutti þaðan í Garðarbyggð í N. Dakota árið 1881. Soffía fór vestur þangað árið 1893.
Björn Sveinsson
Björn Sveinsson fæddist í Dalasýslu 13. janúar, 1820. Ekkill. Börn: 1. Guðbjörg f. 1845 2. Guðrún f. 1849 3. Arndís f. 1859 4. Guðný f. 1852, fór vestur árið 1883. Björn flutti einsamall vestur til Winnipeg í Manitoba og settist að í Nýja Íslandi.
Ingimundur Ólafsson
Ingimundur Ólafsson var fæddur 1867 í Strandasýslu. Dáinn í Manitoba árið 1953. Maki: Katrín Tómasdóttir fædd 2. febrúar í Árnessýslu árið 1868. Dáin 1912 í Langruth. Börn: 1. Tómas Hjalti 2. Guðmundur 3. Ólafur Walter 4. Sigríður 5. Guðfinna 6. Ingirín Ingimundur fór vestur um haf til Winnipeg í Manitoba árið 1888 og bjó fyrstu árin í Þingvallabyggðinni í Saskatchewan. …
Marís Jónsson
Marís Jónsson fæddist í Strandasýslu 23. júlí, 1878. Dáinn á Big Point 18. júlí, 1959. Maris Johnson vestra. Barn. Marís fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1888 með móður sinni, Sigríði Friðriksdóttur. Þau fóru fyrst í Þingvallabyggðina í Saskatchewan en fluttu þaðan til Portage la Prairie í Manitoba. Þaðan fluttu þau svo á Big Point árið 1902. Tveimur árum seinna …
Jón A Magnússon
Jón Atli Magnússon fæddist í Strandasýslu 17. júní, 1855. Dáinn í Langruth 19. júlí, 1940. Maki: 1888 Guðbjörg Hjaltadóttir f. 28. júní, 1854, d. 8. maí 1930 í Marshland í Manitoba. Börn: 1. Hjaltfríður 2. Guðrún 3. Magnúsína 4. Guðmundur. Jón Atli átti Jóhönnu Kristínu f. 1884. Jón Atli og Guðbjörg fóru vestur árið 1888 og settust að nærri Mountain …
Jóhanna K Jónsdóttir
Jóhanna Kristín Jónsdóttir fæddist í Strandasýslu 30. maí, 1884. Maki: William Pilkington, kanadískur. Börn: Upplýsingar vantar. Jóhanna fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1888 með föður sínum, Jóni Atla Magnússyni. Samferða þeim var Guðbjörg Hjaltadóttir sem Jón Atli kvæntist í Winnipeg sama ár. Þau settust að nærri Mountain í N. Dakota en fóru þaðan árið 1891 norður í Þingvallabyggð …
Albert Jóhannesson
Albert Jóhannesson fæddist í Húnavatnssýslu 15. júlí, 1847. Ókvæntur og barnlaus. Flutti vestur til N. Dakota árið 1884 og vann þar hjá bændum næstu þrjú árin. Fékk vinnu við járnbraut í Klettafjöllum og fór vestur að Kyrrahafi. Þar réðst hann á hvalskip en eftir níu mánuði fór hann í land í San Francisco og vann þar næsta árið. Hvarf þaðan …
Hafliði Árnason
Hafliði Árnason fæddist 17. mars, 1830 í Strandasýslu. Dáinn vestra árið 1889. Maki: Rebekka Engilbertsdóttir f. árið 1837 í Ísafjarðarsýslu, d. 1927 í Vesturheimi. Börn: 1. Árni f. 18. september, 1858 2. Guðjón f. 1863 3. Líkafrón f. 22. apríl, 1875. Hafliði og Rebekka fluttu vestur árið 1888, sennilega til Winnipeg, með Líkafrón 13 ára. Árni fór vestur þangað 1891. …
