Jón Jónsson fæddist í Dalasýslu árið 1841. Dáinn í Lundarbyggð 30. maí, 1905. Maki: 1) Helga Gísladóttir d. 16. apríl, 1887 2) Anna Brynjólfsdóttir f. 6. nóvember, 1863. Börn: 1. Brynjólfur f. 1891 2. Magnús f. 1893 3. Sigríður. Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1898 og settust að í Lundarbyggð.
Anna Brynjólfsdóttir
Anna Kristín Brynjólfsdóttir fæddist 6. nóvember, 1863 í Dalasýslu. Dáin 30. júní, 1917. Maki: Jón Jónsson f. í Dalasýslu árið 1841, d. í Lundarbyggð 30. maí, 1905. Börn: 1. Brynjólfur f. 1. október 1892 2. Magnús f. 27. mars, 1894 3. Sigríður. Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1898 og settust að í Álftavatnsbyggð.
Brynjólfur Jónsson
Brynjólfur Jónsson fæddist í Dalasýslu 1. október, 1892. Ógiftur og barnlaus Hann flutti vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum, Jóni Jónssyni og Önnu Brynjólfsdóttur árið 1898. Þau settust að í Álftavatnsbyggð í Manitoba og þar bjó Brynjólfur alla tíð.
Magnús Jónsson
Magnús Jónsson fæddist í Dalasýslu 27. mars, 1894. Ókvæntur og barnlaus. Magnús fór vestur árið 1898 til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum, Jóni Jónssyni og Önnu K Brynjólfsdóttur. Þau settust að í Álftavatnsbyggð þar sem Magnús ólst upp og bjó alla tíð.
Guðrún Aðalsteinsdóttir
Guðrún Aðalsteinsdóttir fæddist í Dalasýslu 7. júlí, 1879. Ókvænt og barnlaus. Hún fór vestur til Winnipeg í Manitoba frá Rauðseyjum árið 1898.
Magnús Gíslason
Magnús Gíslason fæddist 18. mars, 1854 í Dalasýslu. Dáinn 22. febrúar, 1932. Maki: Þórdís Magnúsdóttir f. í Barðastrandarsýslu árið 1856, d. 1. febrúar, 1929. Börn: 1. Jóhann f. 15. ágúst, 1887 2. Guðríður f. 26. september, 1888 3. Jens f. 1895. Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1893 þar sem þau voru í tvö ár. Þá fluttu þau …
Friðrik P Eggerz
Friðrik Pétursson Eggerz fæddist í Dalasýslu 10. júlí, 1859. Ókvæntur og barnlaus. Hann fór vestur um haf árið 1882.
Skúli Jónatansson
Skúli Jónatansson fæddist 26. október, 1858 í Húnavatnssýslu. Ógiftur og barnlaus. Skúli var í Dalasýslu árið 1880 en fór til Vesturheims stuttu seinna. Upplýsingar vantar um hann vestra.
Guðmundur Jónsson
Guðmundur Jónsson fæddist í Dalasýslu 3. nóvember, 1855. Ókvæntur og barnlaus. Hann flutti vestur árið 1883 og hefur sennilega farið til N. Dakota. Þar var faðir hans, Jón Brandsson sestur að í Garðarbyggð.
Ingimundur Guðmundsson
Ingimundur Guðmundsson fæddist 25. janúar, 1851 í Dalasýslu. Dáinn í Lundarbyggð 26. júlí, 1928. Maki: 1. Sólborg Guðmundsdóttir f. 2. ágúst, 1846, d. 22. október, 1931. Börn: 1. Þorlákur Jón f. 1878, fór ekki vestur 2. Guðmundur f. 9. júlí, 1879 3. Júlíus f. 16. mars 1881 4. Ingimundur f. 30. nóvember, 1885 5. Ingiberg f. 16.mars, 1887 6. Rafn. …
